Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 14
22
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981.
Veðrið 1
Gert er ráð fyrir norðaustanátt og
nœturfrostí á Suðvesturiandi. Við
norður og austurströndina verður
rigning annað slagið, annars úrkomu-
Iftíð en skúrir á Suðuriandi.
Kl. 6 voru f Reykjavfk sunnan 2,
rigning og 4 stíg; Gufuskálar austan
3, skýjað og 4; Galtarvltí norðaustan
6, rígning og 6; Akureyri vestan 2,
skýjað og 5 Raufarhöfn aust-
norðaustan 5, rigning og súld og 6;
Dalatangi austan 3, súld og 6; Höfn
norðaustan 2, skýjað og 9; Störhöföi
norðaustan 2, skýjað og 8.
( Kaupmannahöfn var þokumóða
og 13 stíg, Osló rignlng og 14,
Stokkhólmi þokumóða og 11,
London þokumóða og 11, Hamborg
þokumóða og 9, Parfs rigning og 14,
Madríd skýjað og 14 og Lissabon
þokumóða og 18.
Andlát
Guðrún Kristmundsdóttir, frá Kirkju-
bóli, Skutulsfírði, til heimilis að Berg-
staðastræti 17 B Reykjavík, lézt 20.
september. Hún fæddist 28. apríl 1899.
Guðrún vann um árabil í mjólkurbúð-
um hjá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vik. Síðustu árin dvaldist hún á Elli-
heimilinu Grund. Hún verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju í dag, 25.
september, kl. 15.00.
Steinunn Bjarnadóttir, Oddagötu 12,
lézt á Hrafnistu 16. september. Hún
fæddist 8. janúar 1910, dóttir Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur og Bjarna
páissu.m.r ^ófasts i Steinnesi í Þingi,
var Steinunn yngst ellefu sysuuiin.
giftist doktor Símoni Jóh. Ágústssyni
og tók að sér uppeldi sona hans af fyrra
hjónabandi. Steinunn lauk prófi við
Kvennaskólann i Reykjavík, einnig
stundaði hún framhaldsnám í hús-
stjórnarfræðum í Kaupmannahöfn.
Steinunn verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í dag, 25., september, kl.
13.30.
Guðfinna Þórarinsdóttir, Vesturgötu
32, andaðist að heimili sinu miðviku-
daginn 23. september.
Guðbjörg S. Guðmundsdóttir,
Ásgarði, lézt á sjúkrahúsinu á Selfossi
22. september.
Jóhanna Magnúsdóttir fyrrum lyfsali
Iézt 23. september.
? —| Mfc" _________
3: KVIKMYNDA- FILMAN' DAtf
véia /> AmvndirnarA
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.
Stefania Brynjólfsdóttir frá Starmýri
lézt í Landspítalanum 20. september.
Hún fæddist 1. febrúar 1892. Foreldrar
hennar voru Guðleif Guðmundsdóttir
og Brynjólfur Jónsson. Stefanía var
tekin í fóstur af Jóni Hall hreppstjóra
og konu hans Oddnýju,, sem var
móðursystir hennar. Stefanía giftist
Þórarni Jónssyni 13. desember 1914,
eignuðust þau 3 börn. Hún var jarð-
sungin í morgun frá Fossvogskirkju kl.
10.30.
Valdemar P. Einarsson loftskeyta-
maður, Mjóuhlíð 12 Reykjavík, and-
aðist í Borgarspítalanum 17. septem-
ber. Hann fæddist 4. febrúar 1896 að
Leiðarhöfn í Vopnafirði. Foreldrar
hans voru hjónin Guðriður K. B.
Andrésdóttir Nielsen og Einar Th.
Bjarnason. Valdemar útskrifaðist loft-
skeytamaður frá loftskeytaskóla í
Kaupmannahöfn, síðan starfaði hann
25 ár hjá Eimskipafélagi íslands og
önnur 25 ár hjá Landssima íslands.
Eftir sjötugt vann hann í tíu ár við
skrifstofustörf. Hann var kvæntur
Jóhönnu Bjarnadóttur, áttu þau eina
dóttur. Hann verður jarðsunginn í dag,
25. september, frá Fossvogskirkju kl.
13.30.
Eiríkur Magnússon, bókbindari,
Laugavegi 43 B, lézt í Landspítalanum
23. sgptember.
Jónasina Guðjónsdóttir, Bolungarvík,
lézt 23. september.
Ólafur Steinsson, Barkarstöðum,
verður jarðsunginn frá Breiðaból-
staðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn
26. september kl. 14.00.
Gísli Sighvatsson, frá Sólbakka, Garði,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju
laugardaginn 26. september.
AA-samtökin
I dag, föstudag, veröa fundir á vegum AA-
samtakanna scm hér segir: Tjarnargata 5 (91—
12010) græna húsið kl. 14 21 (opinn
fjölskyldufundur) og lokaður uppi á sama tima.
Tjarnargata 3 rauða húsið kl. 12 og 21. Hallgríms-
kirkja, byrjendafundur kl. 18. Neskirkja 2. deild kl.
18, Neskirkja kl. 21 Akureyri (%-22373),Geislagata
39, kl. 12. Heliissandur, Heilishraut 18, kl. 21.
Húsavik, Höfðabrekka 11, kl. 20.30.
Neskaupstaður, hgilsbúð kl. 20 Selfoss (99-1787),
Selfossvegi 9. Sporafund. kl. kl. 20.
í hádeginu á morgun, laugardag, verða fundir
sem hér segir: riarnaigati .* gi;«:na húsið kl. 14 og
II Akurev-i. (i-.-islata’.a W kl. 11, Keflavík,
Klapparstíg 7 k 111, Fáskniðsfjörður, félagsheimilið
Skrúður VI. 11, Reyðarljörður, kaupfélagshúsinu,
kl. 11, Selfoss, SelfoL^vegur 9, kl. 11.
FÖSTUDAGUR
KLÚBBUR NEFS: Þursaflokkurinn og Exodus.
LAUGARDAGUR
KLÚBBUR NEFS: Box frá Keflavík kynnir meðal
annars lög af nýútkominni hljómplötu sinni.
SUNNUDAGUR
TÓNABÆR: Nýja kompaníið.
Volvo lækkar um 7%
Áhrif gengisfellingarinnar i Svíþjóð þann 14.
september síðastliðinn eru nú orðin Ijós hvað varðar
verðá Volvoárgerð 1982.
w
I
GÆRKVÖLDI
KARLMENN HÉR 0G ÞAR
Nú er dillibossa-auglýsingin
aðalhitamálið hjá þjóðinni — alltaf
leggst okkur eitthvað til.
Ég má til með að tjá mig um hana
lika.
í fyrsta lagi finnst mér að jafn-
réttisráð ætti að fá prósentur af þeim
afnotagjöldum sem innheimtast út á
hana. Næsta ár finnst mér ætti syo að
halda áfram á sömu braut.
Þá gæti ég hugsað mér glæsilega
konu í dragt frá Parísartískunni, í há-
um stígvélum og með trefil, koma
steðjandi á móti sjónvarpsáhorf-
endum.
Kringum hana færu á
handahlaupum tveir karlmenn.
Endilega ekki af þessari týpu, sem
orðin er útjöskuð og lúð af áratuga
skrifstofusetum og fyrirvinnu-
skyldum. Nei, ég meina tvö svona
lekker, helzt sólbrennd, karldýr í
góðri þjálfun. Búningurinn þyrfti
ekki endilega að vera aðskorinn og
sýna allt, bara að hann væri smart.
Glæsilegasti karlmannadans, sem ég
hef séð lengi, voru kósakkar frá
Grúsíu, sem dönsuðu á hnjánum í
loftinu (í félagsheimili Seítjarnar-
ness). Þeir voru klæddir í hermanna-
búninga og algjörlega töfrandi.
En talandi um jafnréttisráð, þá
segja andstæðingar þess oft að marg-
ar konur séu svo vondar. Og leikritið
í gærkvöldi, Rugguhesturinn eftir
Lawrence, fjallaði einmitt um eina
slíka. Konu, sem alltaf var að kaupa
sér eitthvað fínna og fínna og
hugsaði þar af leiðandi aldrei um
neitt nema peninga. Hún var samt
svo elskuleg og blíð (leikin af
Margréti Guðmundsdóttur) að litli
sonurinn hennar elskaði hana ofar
öllu. Honum tókst að útvega henni
stórar fjárfúlgur með því að ná
dulrænu sambandi við rugguhestinn
sinn. Hesturinn hjálpaði honum að
gizka á sigurvegara í kappreiðum og
vinna þannig fé með veðmálum.
En spennan sem fylgdi þessu gekk
svo nærri heilsu barnsins, að það
veslaðist upp og dó — í fangi móður
sinnar.
D.H. Lawrence hefur fengið
allharða gagnrýni fyrir karlrembu
(Lady Chatterley er yfirleitt
meðvitundarlaus af aðdáun á skóg-
arverðinum sínum, sem sperrir sig
goðumlíkur í sjálfsánægju sinni) en
það breytir því ekki að leikritið var
bráðskemmtilegt og ég hafði mjög
gaman af því. Mér fannst það líka
hressilega þýtt (Eiður Guðnason).
Enn merkilegra var að því var vel
stjórnað og því miður er það sára-
sjaldan sem maður getur sagt það nú
orðið um úrvarpsleikrit. Það var
Klemens Jónsson sem stóð fyrir því
og nú skora ég á hann sem leiklistar-
stjóra ríkisútvarpsins að sjá til þess
að útsendingar leikritanna í vetur
verði í sama gæðaflokki.
Volvo 244DL lækkar úr kr. 133.508,- i kr.
124.569,- sem nemur 8,939,-, eða 6,1%.
Volvo 244GL með yfirgír lækkar úr kr. 153.217,- í
kr. 142.832,-, sem nemur kr. 10.385,-, eða 6,78%, í
báðum tilvikum eru bílarnir með vökvastyri.
Vörubifreiðar af gerðinni Volvo F-12 lækkar úr
kr. 648.435,- i kr. 602.051,-eða um 7,15%, mismun-
Umbúðasamkeppni Félags
íslenzkra iðnrekenda
Félag íslenzkra iðnrekenda gengst nú fyrir umbúða-
samkeppni i sjötta sinn.
Samkeppnin er fyrir allar gerðir umbúða, svo sem
flutningsumbúðir, sýningarumbúðir og neytenda-
umbúðir. Verða þær að vera hannaðar á íslandi og
hafa komið á markað hér eða erlendis. Allir íslenzkir
umbúðaframleiðendur og umbúðanotendur geta
tekið þátt í samkeppninni, svo og aðrir þeir sem hafa
með höndum gerð og hönnun umbúða. Einungis er
leyfilegt að senda inn umbúðir sem komið hafa fram
frá því að umbúðasamkeppnin fór síðast fram eða
frá miðju ári 1977.
Fimm aðilar skipa dómnefnd og eiga sæti í henni
Brynjólfur Bjarnason, fulltrui Eélags ísl. iðnrek-
enda, Þröstur Magnússon frá Félagi ísl. teiknara,
Kristmann Magnússon frá Kaupmannasamtökum
íslands, Ottó Ólafsson frá Myndlista- og handiða-
skólanum og Gunnlaugur Pálsson frá Neytendasam-
tökunum.
Umbúðirnar, ásamt upplýsingum um nafn og
heimilisfang þátttakenda, umbúðaframleiðanda,
umbúðanotanda og þann sem hefur séð um hönnun
umbúðanna, skal senda til Félags íslenzkra iðnrek-
enda fyrir 9. október nk.
Ritari nefndarinnar er Þórarinn Gunnarsson,
skrifstofustjóri FÍI, og geta þátttakendur snúið sér
til hans með allar fyrirspurnir í sima 27577.
Vetrarstarf
Bolvíkingafélagsins
í Reykjavík hefst með því að Bolvíkingar koma
saman til sameiginlegrar kaffldrykkju í Domus
Medica sunnudaginn 27. september kl. 14.30.
Bolvíkingar ungir sem aldnir hittast og ræða saman
yfir rjúkandi kaffi og gómsætum kökum.
Afnnæii
60 ára er í dag, 25. sept., Gunnar
Magnússon sklpstjórl. Hann fæddist i
Reykjavík 1921. Hóf hann sjómennsku
15 ára gamall og var á Kveldúlfstog-
urunum fyrstu árin en síðan á
flutningaskipum. Hann lauk far-
mannaprófi við Stýrimannaskóla
íslands 1946. Gunnar hefur verið skip-
stjóri á íslenzkum flutningaskipum
síðan 1950.
Hann er einn af stofnendum
Nesskips (1974). Hefur hann siglt sem
skipstjóri á skipum félagsins frá þeim
tíma. Gunnar er nú skipstjóri á stærsta
skipi íslenzka floltans m/s „Akra-
nesi”. Er afmælisbarnið statt i Brasilíu
í dag með skip sitt. Eiginkona Gunnars
er Kristin Valdimarsdóttir.
Nýútskrifaðir kennarar og einsöngvarar. Fremri röö
frá vinstri: Ásrún, Sigrún, Katrín, Garðar Cortes
skólastjóri Söngskólans i Reykjavík, aftari röð:
Dóra, Valgerður, Elísabet og Hrönn.
Níunda starfsár Söngskólans
í Reykjavík
er nú að hefjast. Skólinn verður settur sunnudaginn
27. sept. kl. 17.00 i Tónleikasal skólans að Hverfis-
götu 44. Um 100 nemendur stunda nám við skólann í
vetur í almennri deild og einsöngs/kennaradeild. Þá
eru einnig starfræktar Ljóðadeild og Óperudeild
innan skólans. Allir nemendur skólans leggja stund
á einsöng sem aðalnámsgrein, en aðrar kennslu-
greinar eru t.d. píanóleikur, tónfræði, hljómfræði,
tónlistarsaga, tónheyrnarþjálfun, nótnalestur, o.fl.
Sl. vetur útskrifaði skólinn fyrstu nemendur úr
einsöngs- og kennaradeild skólans, með Licentiate
Diploma (L.R.S.M.) frá Royal Schools of Music í
Englandi.
Penelope
Roskell
pianólcikari Irá hddur tónleika í
Borgarbíói á Akureyri laugardaginn 26. sept. ög
hefjast tónleikamir kl. 17.
Þeir sem luku þessum prófum voru: Ásrún
Daviðsdóttir einsöngs- og kennarapróf, Dóra Reyn-
dal, kennarapróf, Elísabet F. Eiriksdóttir, kennara-
próf, Hrönn Hafliðadóttir, einsöngspróf, Katrín
Sigurðardóttir, kennarapróf, Sigrún Andrésdóttir,
kennaíápi”iif YalRerður J* Gunnarsdóttir, kenn-
arapróf.
GEIMGIÐ
GENGISSKRÁNING NR. 178 ferðamanna
— 25. september 1981 kl. 09.15. gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 7.756 7.777 8.554
1 Sterlingspund 13.889 13.929 15.321
1 Kanadadollar 6.482 6.500 7.150
1 Dönsk króna 1.0733 1.0763 1.1839
1 Norsk króna 1.3114 1.3151 1.4466
1 Sœnskkróna 1.3937 1.3976 1.5374
1 Rnnsktmark 1.7398 1.7447 1.9192
1 Franskur franki 1.4087 1.4127 1.5540
1 Belg.franki 0.2061 0.2066 0.2273
1 Svissn. franki 3.9506 3.9618 4.3580
1 Hollenzk florina 3.0269 3.0355 3.3391
1 V.-þýzktmark 3.3681 3.3776 3.7153
1 (töbklfra 0.00655 0.00667 0.00733
1 Austurr. Sch. 0.4793 0.4807 0.5287
1 Portug. Escudo 0.1196 0.1199 0.1318
1 Spánskurpesoti 0.0808 0.0811 0.0892
1 Japansktyen 0.03403 0.03412 0.03753
1 irsktound 12ÚI76 12.311 13.542
SDR (sérstök dréttarréttindi) 01/09 8.9164 8.9416
Sknavari vagna gengiaakráningar 22190.