Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. Útvarp 31 I Sjónvarp BROSTU, JENNY, ÞU ERT DAUÐ —sjónvarp kl. 21,45: Einkanjósn- arinn Harry Orwell Þetta er fyrsti þátturinn í langri seríu um einkanjósnarann Harry Orwell, sem sýndur var fyrir nokkrum árum í Bandaríkjunum við miklar vinsældir. En ekki verður nema þessi eini þáttur sýndur í íslenzka sjónvarpinu. Jenný sú, sem myndin heitir eftir, er æðislega falleg fyrirsæta, en eins og vitur maður mælti forðum: „Það getur líka verið erfitt að vera mjög fríður” — og Jenný getur sannarlega skrifað undir það. í upphafi myndarinnar er henni þó ekki orðið ljóst, að hún á sér hættu- legan aðdáanda, gcðklofa Ijósmynd- ara að nafni Roy St. John. Hann býr í íbúð sem liggur beint á móti íbúð núverandi unnusta Jenný.jar, iiðs- foringjans Lockports. Með aðdráttarlinsu tekur hann myndir af Jennýju, hvenær sem hún birtist á svölum elskhuga síns. Hann stelur öllu steini léttara, sem henni er á ein- hvern hátt tengt. Og i sjúkum heila hans eru að myndast ráðagerðir, sem allar tengjast Jenný. Hann ímyndar sér, meðal annars, að hann sé vernd- ari hennar gegn öllu illu. En í upphaft myndar veit Jenný ekkert um þetta og hún hefur ekki ennþá- kynnzt einkanjósnaranum Harry Orwell. Njósnarinn veit ekki heldur að hans verður bráðum þörf til að hjálpa henni úr hættum. Hann nýtur góða veðursins á ströndinni. Að vísu finnur hann tólf ára telpu í bátnum sínum sem er strokin áð Einkanjósnarinn og Jenný hin fagra (David Jansen og Andrea Marcovicci) í þungum þönkum, því þegar hér er komið sögu er búið að fremja dularfullt morð. heiman og er treg til að snúa aftur, en það er smámál fyrir þennan töffara. David Jansen (sem nýlega lézt úr krabbameini) leikur Harry Orwell, Andrea Marcovicci Jenný hina fögru og Jodie Foster litlu stúlkuna, sem felur sig í báti njósnarans. En Zalman King er Ijósmyndarinn geðklofa. -IHH. ÖRLAGABROT ARA ARNALDS — útvarp íkvöld kl. 22,35: ÆVISOGUBROT VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR ÚR ÞORSKARRÐI Ari Arnalds var frá Hjöllum í Þorskafirði i Barðastrandarsýslu og fæddist árið 1872. Hann tók lög- fræðipróf og var lengst af bæjar- fógeti á Seyðisfirði og sýslumaður Norðmýlinga. Um aldamótin tók hann nokkurn þátt í stjórnmálabar- áttu og sat á þingi stuttan tíma. Hann var þá samherji Bjarna frá Vogi og Benedikts Sveinssonar. Bókin Örlagabrot er eiginlega tvær frásagnir og fjallar sú lengri um Hjörleif nokkurn Hjörleifsson. Hann er að vestan eins og Ari, og þeir eru á svipuðu reki og ætla að fara saman í skóla. En svo fara leikar að Hjörleifur hættir við að fara og verður kyrr í sinni sveit. Segir Ari frá örlögum hans og þess fólks, sem honum tengist. Einar Laxness sem flytur þennán þátt eftir Ara segir að Hjörleifs- nafnið muni vera dulnefni, en þáttur- inn að öðru leyti sannsögulegur. Einar hefur áður flutt minningar Ara í útvarp. ,,Ég kynntist honum sem barn. Hann kom oft að spila lomber við afa minn og var vingjarnlegur og geðþekkur öldungur.” Einar segir ennfremur, að Ari hafi ekki farið að rita bækur fyrr en hann varkominnááttræðisaldur. -IHH. m ■" > Ari Arnalds hóf ekki að gefa út bækur fyrr en hann var kominn fast að áttræðu, en frásagnir hans þykja skemmtilegar. VERZLUNARHÚSNÆÐITIL SÖLU í miðbæ Kópavogs. Frystir og kælar til staðar. Uppl. í síma 86876. Myndiistarsýning félagsmanna í VR stendur yfir í Listasafni Alþýöu á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Sýningunni lýkur 4. október 1981. Opiðfrákl. 14 til 22. Allir velkomnir. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN FELAGSFUNDUR verður í Iðnó sunnudaginn 27. sept. kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kosning fulltrúa i 10. þing V erkamannasambandsins. 3. Uppsögn kjarasamninga, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ talar um þróun kaupmáttar og nýja vísitölu. 4. Önnurmál. Félagsmenn eru hvattir til að koma á fundinn og sýna skírteini við inngöngu. STJÚRNIN.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.