Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 1
Fundargjörð
aðalfundar Rœktunarfjelags Norðurlands
20.—21. júni 1913.
Ár 1913, föstudaginn 20. júní, var aðalfundur Ræktun-
arfjelags Norðurlands haldinn á Hólum í Hjaltadal. For-
maður fjelagsins, skólameistari Stefán Stefánsson, setti
fundinn og bauð menn velkomna. Gat hann þess, að
fundurinn væri haldinn á þessum stað í tilefni af því,
að fjelagið hefði verið stofnað á Hólum fyrir 10 árum.
Pví næst var kosinn fundarstjóri, og var formaður fje-
lagsins kosinn í einu hljóði. Varafundarstjóri Stefán al-
þingismaður Stefánsson í Fagraskógi, og skrifarar Sig-
urður Pálmason og Einar Árnason.
Á fundinum voru þessir fulltrúar mættir:
Úr stjórn fjelagsins:
1. Stefán Stefánsson skólameistari, Akureyri.
2. Sigurður Sigurðsson skólastjóri, Hólum.
Úr Þingeyjarsýslu:
1. Baldvin Friðlaugsson bóndi, Reykjum.
2. Grímur Friðriksson bóndi, Rauðá.
3. Jón Jónasson ráðsmaður, Húsavík.
4. Karl Arngrímsson bóndi, Landamóti,
í