Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 4
6
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
það mál. Að þeim loknum var kosin þriggja manna
nefnd, og hlutu þessir kosningu:
Páll Zophoníasson,
Jakob Líndal,
Sigurður skólastjóri.
I sambandi við þetta tnál var samþykt svohljóðandi
tillaga:
»Fundurinn telur æskilegt, 'að sýslubúfræðingarnir
tilkynni búnaðarfjelagaformönnunum, um hvert leyti
þeir sjeu væntanlegir til mælinga með nokkrum fyr-
irvara.«
Ut af umræðum um túnútgræðslu kom fram og
var samþykt svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn lýsir yfir þeim skilningi á skilyrðum
fyrir styrkveitingum til búnaðarfjelaga, að sýslubú-
fræðingarnir hafi því aðeins leyfi til að taka tún-
græðslu gilda til mælinga, að hún geti talist sljett <<
Ennfremur var samþykt svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn felur stjórn fjelagsins að beina þeirri
fyrirspurn til Búnaðarþingsins, hvað meint sje með.
túnútgræðsla — óbylt land; hvort heldur sljett eða
þýft eða hvorttveggja.«
7. Pá flutti Jóhann Kristjánsson byggingafræðingur fyrir-
lestur um íbúðarhúsabyggingar í sveitum. Gaf hann
ýmsar góðar bendingar og leiðbeiningar viðvíkjandi
steinbyggingum og fyrirkomulagi sveitabæja.
8. Páll kennari Zophoníasson flutti fyrirlestur: Hvernig
voru kýrnar okkar? Hvernig eru þær? Og hvernig eiga
þær að verða eftir 50 ár? Ræðumaður skýrði stuttlega
frá kúarækt landsins frá því sögur hófust fyrst, alt til
vorra daga, og sýndi fram á, að kýrnar mjólkuðu að
jafnaði helmingi meira nú en á 12. öld. En framtíðar-
takmarkið yrði að vera það, að meðalkýrnyt verði
helmingi hærri að 50 árum liðnum en hún er nú.
Fundi frestað til næsta dags.