Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Síða 29
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
33
að standa fyrir þeim, svo þær voru eigi hirtar sem skyldi.
Sýslurnar lögðu eigi nægilega rækt við þær og þreyttust
fljótt á að veita þeim styrk. Ræktunarfjelagið sá sjer eigi
fært að styrkja þær nema eigendurnir hefðu góðan vilja
á því að halda þeim við. Fór svo að lokum að þær lögð-
ust niður, nema tilraunastöðin hjer á Hólum, sem skól-
inn tók að sjer, og stöðin á Æsustöóum, sem nú er
haldið í rækt sem sýnisreit af ábúanda.
Þessi reynsla sannfærði fjelagsstjórnina um, að ekki
væri tiltækilegt að halda áfram með aukastöðvar, með
því sniði sem verið hafði og til var ætlast í fyrstu, en
styðja heldur að viðhaldi sýnisreita, er sveitafjelög eða
einstakir menn kæmu upp á hentugum stöðum, og í
samræmi við þessa skoðun stjórnarinnar var lögunum
breytt (sbr. 3. gr. 2. og 13.gr. í núgildandi fjelagslögum).
c. Tilraunir hjá einstökum mönnum víðsvegar um Norð-
urland. F*ær hafa að mestu leyti verið um einstök atriði
t. d. tilraunir með útlendan áburð, fóðurrófur, kartöflur,
trjáplöntur o. fl. Munu tilraunir þessar vera um 60 að
tölu. Hafa þær verið til mikils stuðnings tilraununum í
aðalstöðinni, einkum að því er útlendan áburð snertir.
Eins og nærri má geta verður hjer ekki skýrt ýtarlega
frá árangrinum af tilraunum þeim, sem gerðar hafa verið.
Hjer skal aðeins bent á lítið eitt af því helsta, sem vjer
höfum komist að raun u_m. Peim sem meira vilja um
þetta vita verð jeg að vísa til Skýrslna þeirra og ritgerða,
sem um það eru út komnar í »Ársriti« fjelagsins. Marg-
ar tilraunirnar eru enn í miðjum klíðum og hafa því eigi
gefið fullnaðarsvar. Verður sumra þeirra langt að bíða,
og óvanalegt er að telja nokkru fullsvarað nema marg-
reynt sje og nákvæmlega og um langt skeið.
1. Grasræktartilraunir.
Meðal fyrstu tilraunanna sem fjelagið gerði voru til-
raunir með grasfræsáningu í nýbrotið og plægt land.
Slík ræktunaraðferð var þá lítt reynd hjer á landi og ó-
þekt hjer norðanlands.
3