Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 33
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
37
og kartöflurækt á fjelagssvæðinu og hefir þegar orðið
nokkuð ágengt eins og sfðar skal benda á.
Margar skrautplöntur hafa verið reyndar og hafa sumar
þeirra gefist vel, en ýmsar þeirra, sem reyndar hafa verið,
eigl náð víðunandi þroska. Nú eru í aðalstöðinni um 30
fjölærar skrautblómategundir og nokkru fleiri einærar, eða
svo nefnd sumarblóm, sem ræktaðar eru þar að stað-
aldri og fjölga með ári hverju.
Eru plöntur þessar í blómi alllengi að sumrinu og
sumar að heita má alt sumarið, til mikillar prýði og á-
nægju.
Skrautblómarækt þarfnast fullrar friðunar, nákvæmni
og hirðusemi, ef hún á að geta notið sín, en kostnaðar-
lítil er hún og ætti að verða miklu almennari en nú, því
vissa er fengin fyrir því, að svo margar skrautjurtir, bæði
útlendar og innlendar, má rækta hjer og þrífast vel, að
nægja mundi til þess að prýða flest heimili á landinu
og veita þeim þá fegurð og yndisþokka sem blómin ein
geta veitt. Hjer eiga hinar uppvaxandi ungmeyjar mikið
og fagurt hlutverk fyrir höndum. Og miklum svipbreyt-
ingum taka sveitabæirnir okkar, þegar blómreitir eru
komnir sunnanundir hverjum baðstofustafni og blómker
standa í hverjum glugga.
7. Trjáræktartilraunir.
Pær hafa frá byrjun gengið í þá átt að ala hjer upp
trjáplöntur af fræi, en gróðursetja ekki útlendar plöntur
er gróið hafa í erlendri mold, nema þá að eins til sam-
anburðar við innlendu uppalningana. — Sje »Trjáræktar-
stöðin« á Akureyri meðtalin, sem um nokkurt árabil hefir
verið eign og undir umsjá Ræktunarfjelagsins, má telja
þessar tilraunir hinar fyrstu verulegu trjáræktartilraunir
hjer á landi, er nokkuð kveði að.
Auk tilrauna með uppeldi og ræktun hinna tveggja
innlendu trjátegunda bjarkar og reynis, hefir verið reynt
að ala hjer upp og rækta ýms útlend trje og runna til
þess að fá vitneskju um, hvað af því geti þrifist hjer.