Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Qupperneq 35
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands 39
lifa eru kyrkingslegir örkvisar, sem aldrei ná fullum vexti.
Darrski lærði skógfræðingurinn, sem hingað barst á þessari
dönsku skógræktaröldu lifir enn og starfar meðal vor og
játar nú, að við höfum farið rjett að hjer nyrðra, hann
má til að játa það, allir verða að játa það. Hver veit nema
að fari fyrir honum, þeim mæta manni, eins og aumingja
útlendu trjánum, að heimalningarnir vaxi honum að
lokum yfir höfuð.
Jafnframt trjáræktartilraununum hefir fjelagið stutt að
útbreiðslu trjáræktarinnar með að senda trjáplöntur víðs-
vegar um land. Flestar hafa plöntur þær sem fjelagið
hefir látið frá sjer, verið nokkuð stálpaðar, þriggja til fimm
ára gamlar. Tvö næstliðin ár hafa um 4000 plöntur ver-
ið látnar af hendi og allmikið þar áður. Margt hefir að
sjálfsögðu misfarist af öllum þessum sæg, en tæplega
tekist svo illa til, að mörg af þessum ungviðum nái eigi
fullum vexti og verði lifandi vitni um þessa æskustarf-
semi Ræktunarfjelagsins, þegar við öll, sem nú erum full-
vaxta erum fyrir löngu komin undir græna torfu.
En hjer má ekki staðar nema, trjáplönturnar verða að
komast inn á hvert einasta heimili. Nú er engin afsökun
lengur. Tilraunir fjelags vors jhafa sýnt og sannað, svo
ekki verður móti mælt, að björk og reynir geta á 10 til
12 árum orðið að álitlegum trjám, og úr því er þeim
borgið. Plöntur verður reynt að hafa nægar handa fje-
lagsmönnum á hverju vori, til gróðursetningar heima
við bæi til skjóls og skrauts.
Eftir nokkra áratugi ættu laufgaðar limkrónur að bær-
ast yfir hverjum bæ, hverju koti, og ilmandi birkilundar
að vaxa þar sem nú má sjá ógeðslega sorphauga og fúl-
ar forarvilpur.
Skortur á fegurðartilfinningu og ræktarsemi við landið
okkar geta hamlað því að svo verði, en ekkert annað.
Og þegar eftirkomendur okkar spyrja í gremju, því
gerðu mennirnir þetta ekki úr því þeir vissu að þeir gátu
það, þá er ekkert okkur til afsökunar.