Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 36
40 Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
II. Fræðslustarfsemi fjelagsins
og ráðstafanir til verklegra framkvæmda.
1. Vornámsskeiðin í aðalstöðinni.
Síðan fjélagið var stofnað hefir á hverju vori um 5 —6
vikna tíma farið fram kensla í aðalstöð fjelagsins í al-
mennri jarðrækt, svo sem, plæging, herfun, akstri, fræ-
sljettun, fræsáning og svo garðyrkju og trjárækt. Kensl-
an hefir mestmegnis verið verkleg, en þó hefir jafnan
verið varið einum tíma á dag til fyrirlestra, sjerstaklega
um garðyrkju og trjárækt, undirstöðuatriði jarðræktarinn-
ar, líf jurtanna og lífskröfur. Alment fræðandi og vekj-
andi erindi hafa og verið flutt þar.
Bæði konur og karlar hafa sótt námsskeið þessi. Meiri
hluti piltanna hefir verið frá Hólaskóla. Meðan verið var
að brjóta landið, fengu nemendur mikla æfingu við al-
menn jarðyrkjustörf. Næstliðin tvö ár hafa piltar að með-
altalj unnið að þessum störfum hver.
Plæging 3.2 dagsverk ■
Herfun 1.7 hestavinna 7 dv.
Akstur 2.1
Rófnarækt .... 1.6
Kartöflurækt .... 3.1
Trjárækt 6.0
Meðferð áburðar . . 1.4
Sáning og undirbúning-
ur fræsljettu . . . 1.7
Lokræsla 1.7
Yms störf .... 4.6
27.1 dagsverk.
Síðari árin hefir piltum heldur fækkað er sótt hafa
námsskeiðið, en stúlkum fjölgað. í vor hafa þær t. d.
verið 10 að staðaldri; ber það vott um vaxandi áhuga
hjá hinni uppvaxandi kvenþjóð á þessum störfum. Spáir
það góðu um vöxt og viðgang garðyrkju, blómyrkju
og trjáræktar heima við bæi.