Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Síða 55
Arsrit Ræktunarfjelegs Norðurlands.
59
ið, hafa sýnt fyrir löngu síðan, að jarðeplarækt getur
verið hjer arðvænleg á mörgum stöðum. En þrátt fyrir
það hefir henni þokað hægt áleiðis, og enn þann dag í
dag bíður mörg brekkan og margur góður lárjettur blett-
ur þess, að plógurinn bylti því um og að manns hönd
og andi breyti því í jarðveg, sem hæfur er til jarðepla-
yrkingar eða ræktunar annara arðvænlegra nytjurta.
Hverjum framförum jarðeplarœktin hafi tekið hjer i 100
dr, er eigi auðsvarað. Vjer erum næsta ófróðir um það,
hve mikið hefir verið ræktað af jarðeplum í byrjun 19.
aldarinnar. Skýrslum um jarðeplauppskeru fyrir alt land-
ið er eigi farið að safna fyr en eftir 1880, að því er mjer
er kunnugt. Aður voru til skýrslur um tölu matjurta-
garða, og síðar um stærð þeirra. Af skýrslum þeim má
ráða, að í byrjun aldarinnar hafi garðyrkjan tekið allmikl-
um framförum og að þær framfarir hafi haldið áfram til
miðrar aldarinnar. Um það bil virðist aftur hafa orðið
nokkur afturför þar til eftir 1880, að byrjað er á ný að
leggja meiri stund á garðyrkju.
Pað, að menn fóru í fyrstu að stunda garðyrkju nokk-
uð alment, mun eigi svo mjög þvf að þakka, að menn
væru sannfærðir um nytsemi hennar, eða tækju svo vel
til greina hinar ágætu leiðbeiningar, sem gefnar voru í
því efni, heldur hinu, að í byrjun aldarinnar var hjer oft
þröngt í búi. Orsakirnar til þess voru: Móðuharðindin
afleiðingaríku (1785), hörð veðrátta og Norðurálfuófriður,
sem oft tepti vöruflutninga til landsins. Fór þá sem oft-
ar, að »neyðin kennir naktri konu að spinna«, að menn
fóru að leggja stund á garðyrkju, þá önnur bjargræðis-
sund voru að meira eða minna leyti lokuð. — Þekking-
arskortur og atorkuleysi hafa svo oft valdið því, að garð-
yrkjan misheppnaðist, og við það hafa margir lagt árar
í bát. En dæmi þeirra, sem voru þrautseigastir, sýna
Ijóslega, að garðyrkja getur verið hjer arðvænleg, ef rjétt
er að farið. í nokkrum görðum hafa nú verið yrkt jarð-
epli í meira en heila öld og sjaldan brugðist, t. d. görð-