Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Síða 57
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
61
Jarðeplauppskeran var:
igoi 1911
Á Suðurlandi........................ 7599 tn., 20483 tn.,
- Vesturlandi....................... 1699 — 2695 —
- No.rðurlandi...................... 1099 — 1596 —
- Austurlandi....................... 1052 — 1599 —
í kaupstöðum........................ 1008 — 2237 —
Sem síðasta lið í þessum samanburði skal því bætt
við, hversu mikið af jarðeplarækt Norðuramtsins 1911
kemur á hvert lögsagnarumdæmi. Hæst er þar
Akureyri...............................með 984 tn., svo
Eyjafjarðarsýsla........................— 680 —
Suður-Þingeyjarsýsla....................— 357 —
Skagafjarðarsýsla ....... — 357 — og
Húnavatnssýsla..........................— 202 —
Pó ræktun jarðepla hafi tekið framförum, verður hún
að gera það betur, ef duga skal. Vjer ræktum lítið í sam-
anburði við aðrar þjóðir, eins og áður er sýnt, og flytj-
um árlega mikið af jarðeplum til landsins. Vjer ættum
að rækta sjálfir eins mikið og vjer þörfnumst af jarðepl-
um. Vjer eigum nóg land, ef vilji og dugur væri nógur.
Af hagfræðisskýrslum sjest, að farið er að flytja jarð-
epli til muna hingað til lands. Um 1840 voru fluttar
hingað 390 tn. Næstu tvo áratugi kveður þó eigi mikið
að innflutningnum — frá 9 til 165 tn. árlega. — Á ár-
unum 1861—’70 hafa alls verið fluttar hingað 3627 tn.
eða 363 tn. að meðaltali á ári. Úr þessu fer innflutning-
ur á jarðeplum vaxandi, og er mestur eftir aldamótin. Á
fyrsta áratug 20. aldarinnar voru fluttar hingað alls 69235
tn., sem hafa kostað 576,707 kr. — Það er meira fje en
þarf til að kaupa eitt gufuskip, —Til þess að spara þetta,
en hafa þó jafnmikið af jarðeplum, hefði þurft að rækta
einni tunnu meira af jarðeplum á hverju bygðu bóli, en