Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 60
64 Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
eða greinar á hinum hnöllótta stöngulenda eða kartöfl-
unni, sem verða að ofanjarðarstönglum, eins og fyr er
sagt, en bogamynduðu brúnirnar annars vegar við augun
eru ummynduð blöð. F*egar maður heldur kartöflunni
þannig fyrir sjer, að brúnirnar eru neðan við augað, þá
snýr hún rjett; toppendinn eða hinn upprunalegi grein-
arendi veit þá upp, en stofnendinn niður. A stofnendan-
um sjest' líka örið, þar sem kartaflan var slitin frá grein-
inni, það er í dálítilli holu, sem er að því frábrugðin
hinum eiginlegu augum eða blaðöxlunum, að bogamynd-
uðu brúnina náttúrlega vantar. Pegar kartaflan spírar,
vaxa spírurnar skáhalt upp úr augunum, eins og hverri
annari blaðöxl, og beina því þegar stefnu sinni upp til
yfirborðsins, ef kartaflan er rjett sett niður, þannig að
stofnendinn snýr niður og toppendinn upp. En snúi
toppendinn niður, vaxa þær fyrst niður á við; en þar
sem þær samkvæmt eðli sínu eru Ijósleitnar, verða þær
að beygja aftur upp á við. Pessi bugur á leið þeirra
teýur fyrir þeim að ná til yfirborðsins og er þeim óeðli-
legur. — Pess skal því vandlega gætt, að láta hverja kart-
öflu, sem gróðursett er, snúa rjett, og eins ef útsæðis-
kartöflur eru látnar spíra, áður en þær eru gróðursettar
í garðinum, svo að spírurnar geti vaxið náttúrlega og
hindrunarlaust. Spírurnar ættu ekki að verða lengri en
2 — 3 þumlungar.«
Jarðeplakyn. Sökum þess, að jarðepli hafa verið
ræktuð við mjög breytileg skilyrði, er vitanlegt, að þau hafa
tekið ýmsum breytingum, lagað sig eftir vaxtarskilyrðun-
um. Á þenna hátt hafa myndast ýms afbrigði eða kyn,
sem breytileg eru að útliti og eiginlegleikum. Kynbótatil-
raunir hafa átt allmikinn þátt í breytingunum. Mönnum
kemur vart saman um það, hve mörg jarðeplakynin sjeu
til, en flestir telja þau um 2000. Til þess að greina kyn-
in sundur, eru ýms einkenni á þeim, sem hægt er að
styðjast við. F*að geta verið ytri einkenni: litur blómanna,
stærð og lögun blaðanna, hve mikið þau eru hærð o,