Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 66
70
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
Foraráburður er góður, einkum í nýja garða, sem
verið er að koma í rækt.
/Iska, einkum taðaska, er góð, sjerstaklega í moldar-
garða. í gömlum öskuhaugum spretta jarðepli vel.
Safnhaugaáburð má einnig nota. Hve góður hann
er, fer eftir þvf, af hverjum efnum hann er tilbúinn.
Þari er góður áburður í jarðeplagarða. Bezt er að safna
honum fyrst í hauga og láta hann rótna. Hann skal síðan
borinn í garðinn að haustinu. — Nýjan þara má og bera
í garð, en aðeins að haustlagi. — Aldrei má bera þara
í garð að vori, því í sjávarseltunni eru klórsambönd,
sem eru skaðleg fyrir þroska jarðepla. — Ef þarinn ligg-
ur í garðinum yfir veturinn, leysast klórsamböndin upp
og hverfa svo djúpt niður í jarðveginn, að þau verða
jarðeplunum hættulaus. í rotnuðum þara eru nær því
eins mikil næringarefni og í mykju. — Þó er þar skort-
ur á fosfórsýru. Má það bæta upp með tilbúnum áburði,
svo sem superfosfati, Með þeirri viðbót getur þaraáburð-
ur jafngilt búpeningsáburði. En með þaranum þarf þá að
bera í garðinn alt að 400 pd. af 20 °/o superfosfati á
dagsláttu stærð.
Tilbúinn áburður. Sje skortur á búpeningsáburði eða
öðrum áburðarefnum, sem hægt er að afla á staðnum,
getur verið tiltal að kaupa tilbúin áburðarefni. Bezt er þó
að nota þau með öðrum áburði. Það getur oft verið
arðvænlegt. Hin helstu efni, sem tiltal er að nota, eru þessi:
Köfnunarefnisáburður. Hann fæst í brennisteinssúrri
stækju, chílísaltpjetri, kalksaltpjetri (loftsaltpjetri) og fleiri
efnum.
Oftast mun bezt að nota chílísaltpjetur. í honum eru
um 15 »/o af köfnunarefni. Hann er auðleystur og þarf
því eigi að bera hann á, fyr en gras er farið að spretta.
Gott er að gera það um leið og hreykt er að jarðeplun-
um. Chilisaltpjeturinn er þá mulinn vel í sundur og litlu
einu dreift í kring um hverja jarðeplaplöntu. Pað þarf
ekki meira en svo, að 100 — 200 pd. eyðist á dagsláttu.