Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 67
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
71
Sjá má það á grasinu, hvort vera muni vöntun á köfn-
unarefnissamböndum. Sje það dökkgrænt, er þeirra vart
vant; en aftur á tnóti eru líkur til, að þessi efni vanti, ef
grasið er Ijósgrænt. Köfnunarefnisáburð verður að nota
með varkárni. Hann eflir mjög grasvöxtinn, en síður
þroska jarðeplanna, ef of mikið er notað af honum.
Fosfórsýruáburður getur verið í Thomasfosfati, super-
fosfati og fleiri efnum.
Ef Thomasfosfat er notað, er bezt að bera það á að
haustinu og dreifa því þá jafnt yfir garðinn. Pað er góð-
ur áburður í moldar- og mýrajarðveg. Af því má bera
400 — 600 pd. á dagsláttuna. Sje superfosfat notað, er
bezt að bera það á að vorinu. Bezt er að dreifa því í
rákirnar, um leið og jarðeplin eru sett niður. En hylja
þarf þau fyrst moldu eða búpeningsáburði og dreifa sup-
erfosfatinu síðan yfir áður en rákin er fylt. — Mjög gott
er að bera ætíð nokkuð af fosfórsýruáburði í jarðepla-
garða. Á efnum hans er oft skortur. En hve mikið skal
nota, fer eftir því, hvernig garðurinn er og hve mikið
hefir verið notað af öðrum áburðarefnum. Nærri lagi
mun þó fara að nota 200 — 600 pd. af superfosfati á dag-
sláttuna.
Kaliáburður fæst úr kalísöltum. Kalíáburður með 37 °/o
kalí mun vera hentastur hjer. Þann áburð þarf ætíð að
bera á að haustinu. Er honum þá dreift jafnt yfir garð-
inn. 200—400 pd. eru oft notuð á dagsláttuna. Áburður
þessi á bezt við mýra- og moldarjarðveg.
Áburðarmagn. Að síðustu skal hjer á það minst, hve
mikið af áburði þarf í jarðeplagarða. Að gefa fastákveðn-
ar reglur fyrir því, er þó eigi auðvelt, því það fer svo
mikið eftir jarðvegi o. fl. Til þess að komast að raun um
þetta, er bezt að gera áburðartilraunir, og leita þannig
fyrir sjer, hvað bezt á við á hverjum stað. — Eigi að
halda jarðeplagarði í góðri rækt, má vart bera minna á
en sem svarar 200 hestum af búpeningsáburði á dagsláttu.