Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 68
72 Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
Sje tilbúirm áburður notaður með búpeningsáburði, þá
þarf að bera á dagsláttuna:
100 hesta búpeningsáburðar,
150 pd. chílísaltpjetur,
200 — superfosfat og
100 - kalíáburð (37®/o).
Ymsar ástæður geta valdið því, að víkja verði frá þess-
ari reglu,—Mest uppskera mun fást, ef búpeningsáburð-
'ur og tilbúinn áburður er notaður samhliða og blandað
heppilega saman, o: að magn áburðartegundanna sje í
sem hæfilegustum hlutföllum.
Útsæði. Mikla þýðingu hefir það, að útsæðið sje
gott. Fyrst og fremst þarf að hafa það jarðeplakyn, sem
bezt þrífst við skilyrði þau, sem hægt er að bjóða því:
í öðru lagi verður útsæðið að vera hæfilega stórt og ó-
skemt.
I jarðeplunum er fólgin forðanæring, sem plantan not-
ar til að mynda fyrstu spírurnar og síðan rætur, stöngul
og blöð. Því meira sem er af þessari forðanæringu, því
veigameiri verða þær plöntur, sem myndast. það er því
skiljanlegt, að betra sje að hafa það útsæði nokkuð stórt,
einkum þar sem skilyrðin eru ekki sem bezt. Útsæðis-
jarðepli teljast hæfilega stór, ef hvert þeirra er 1—2 lóð
(nál. 3 — 6 kvint eða 15 — 30 grömm) að þyngd. Stærri
jarðeplum má skifta sundur, en betra er að þurka þau,
svo að skorpa myndist á sárfletinum, áður en þau eru
sett niður. Við val útsæðisjarðepla ber þess að gæta, að
þau sjeu fjöleygð. Betra er að láta jarðepli spíra, áður
en þau eru sett niður.
Tilraunir þær, sem R. N. hefir látið gera með spíruð
og óspíruð jarðepli, hafa sýnt, að uppskeran vérður meiri
af spíruðum jarðeplum. Getur orðið alt að helmingi meiri
en af óspíruðum. Svona hefir þetta reynst, en þessar til-
raunir eru enn eigi nógu víðtækar til að byggja á þeim
að fullu. Hjer hefir tíðast verið siður, að láta jarðeplin í