Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Qupperneq 75
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 79
landsins, mega menn vera á verði, til þess að varna út-
breiðslu hennar, ef hún gerir vart við sig.
Jarðeplasýkinni veldur svepptegund, sem nefnd er á
útlendu máli »Phytophthora infestans«. Hún eyðileggur
bæði blöðin og jarðeplin. Sýkin gerir vart við sig á þann
hátt, að á blöðin koma dökkbrúnir blettir. Peir stækka
fljótt og eyðileggja blöðin á stuttum tíma. í byrjun sýk-
innar er hægt að sjá gráleitan vef, eins og myglulag,
umhvefis brúnu blettina á neðra borði blaðsins. Petta
sjest bezt í röku veðri. í þessu lagi myndar sveppurinn
gró (þau hafa sömu þýðingu fyrir sveppinn, eins og fræ
hærri plantanna fyrir þær), sem geta dreifst út yfir garð-
inn frá einni plöntu til annarar og sýkt fjölda þéirra á
stuttum tíma. Sveppurinn þrífst bezt, þegar loftslagið er
rakt og hlýtt. í þesskonar tíðarfari getur borið svo mik-
ið á honum, að hann eyðileggi jarðeplagrasið á 1—2
vikum. Oróin, sem myndast á blaðinu, falla til jarðar og
geta náð niður til jarðeplanna. Koma þá brátt í Ijós á
þeim óreglulegir, litlir, brúnir blettir. Blettir þessir stækka
fljótt; það myndast af þeim lautir, og að síðustu geta
jarðeplin alveg rotnað.
Pegar jarðeplin eru tekin upp, ber oft lítið á sýkinni.
Ósjúk jarðepli geta sýkst, ef þau snerta sjúkt jarðepla-
gras. Sveppurinn lifir í jarðeplunum yfir veturinn. Getur
sýkin því útbreiðst á ný, ef sjúk jarðepli eru notuð til
útsæðis.
Ef mikið er um sýkina, veldur hún miklu uppskeru-
tjóni. Orasið eyðilegst og næringarstarfsemin hættir.
Helztu ráð gegn henni eru:
a. Bordeaux-vökva er dreift yfir jarðeplagrasið. Hann er
búinn til þannig* — samsetningin er miðuð við það,
að 100 pottar sjeu búnir til í einu — :
>1. í trjebala, sem tekur svo mikið, eru Iátin 2 pd.
* Fyrirsögnin um tilbúning vökvans er tekin úr ritgerð um kartöflu-
sýki eftir Einar Helgason garðyrkjumann. Sbr. »Frey«, VIII. árg.,
bls, 131.