Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Qupperneq 77
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
81
inum eitt ár. Síðan verður að sjá um, að útsæðið sje
vel trygt. Pyzkar tilraunir benda á, að hægt sje að
lækna sýkina, með því að dreifa uppleysingu af stein-
olíu (»Petroleumsemulsion«) yfir garðinn.
3. Rotnun. Rað getur átt sjer stað, að jarðeplin rotni,
bæði við geymsluna og í garðinum. Petta getur oft
valdið miklum skaða. Rotnunin orsakast af ýmsum
gerlum; þeir Ieysa sundur frumuveggina og efnasam-
bönd, sem eru í jarðeplunum, svo af því myndast
grautarkent, lyktarvont efni. Pessi breyting fer fram á
stuttum tíma, ef góð skilyrði eru fyrir gerlana að starfa
að henni. En skilyrðin eru góð, ef jarðeplin eru eitthvað
sködduð og eru geymd á rökum og hlýjum stað. í
garðinum ber helzt á þessu, ef jarðvegurinn er of rakur.
í þurki og hita hættir starfsemi gerlanna. Ef vart verð-
ur við, að jarðepli sjeu farin að rotna á geymslustaðn-
um, verður að taka þau upp, greina sjúku jarðeplin
frá og geyma hin á svölum og þurrum stað, þar sem
loft getur leikið um þau. Á þann hátt er hægt að koma
í veg fyrir frekari skemdir. Að haustinu verður og að
sjálfsögðu að gæta þess nákvæmiega, að tína frá öll
jarðepli, sem eru eitthvað sködduð eða skemd.
Upptaka. Jarðepli verður að taka upp áður en frost
koma til muna að haustinu. Pau eyðileggjast, ef þau
frjósa. Á Norðurlandi eru þau vanalega tekin upp síðari
hluta septembermánaðar. Jarðeplagrasið er þá oft svo
fallið, að ekkert er unnið við að láta jarðeplin vera leng-
ur í jörðu. Til upptökunnar þarf að velja gott veður, ef
þess er kostur. í úrkomu ætti eigi að taka jarðeplí upp.
Upptakan er vanalega framkvæmd þannig: Með stungu-
kvísl er stungið meðfram röðunum og þær losaðar til.
Svo er grafið fyrir renglur og jarðepli á hverri plöntu
og jarðeplin tínd af renglunum í fötu. Nota má litla
handkvísl eða plöntuspaða til að grafa fyrir hverja plöntu.
Gæta verður þess, að jarðeplin skaddist sem minst. —
6