Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 79
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
83
eða regni, en að vatn alt sigi frá gryfjunni. Oryfjan er
þakin innan með þurru torfi og jarðeplin látin í hana í
1—2 feta þykt lag. Síðan er þakið yfir þau og moldinni
mokað ofan á. Moldarlagið þarf að vera svo þykt, að
engin hætta sje á, að frost geti náð til jarðeplanna. —
Moldin nái vel út á gryfjubarmana og myndi kúptan og
þjettan haug upp af gryfjunni, svo að vatn sigi frá, en
eigi niður í moldina.
Nærinjcargildi jarðepla. Aðalnæringargildið í jarð-
eplum er mjölefnið (sterkja). En næsta breytilegt er það,
hve mikið er af því. Það er komið undir því, hver af-
brigðin eru, þroska jarðeplanna o. fl. Nái jarðeplin eigi
fullum þroska, verður lítið í þeim af mjölefni. Mun það
aðallega af þeirri ástæðu, að íslenzk jarðepli hafa reynst
fremur fátæk af mjölefni. Ræktunarfjelag Norðurlands
hefir Iátið rannsaka mjölefnið í þeim jarðeplaafbrigðum,
sem reynd hafa verið til ræktunar ár hvert. Hefir hún
að meðaltali reynst vera 8—12% í hinum ýmsu afbrigð-
um. (Nánari skýringar síðar.) Petta er lítið, þegar það
er borið saman við það, sem talið er annarstaðar. Er-
lendis reynist mjölefnið í jarðeplum vera 15 — 20%, jafn-
vel alt að 25 %.
Mjer er eigi kunnugt um efnagreiningu íslenzkra jarð-
epla að öðru leyti en um mjölefnið. En í dönskum jarð-
eplum er efnasamsetningin talin þannig*:
Vatn ..............................75 %
Kolefni (þar í mjölefni)...........21 —
Köfnunarkend efni (þar í eggjahvíta) 2 —
Aska............................... 1.1 —
Frumuefni................... . . . 0.7 —
Fita...............................0.2 -
* Sbr. Kartoflen og dens Dyrkning, af Anton Christensen, Kbh. 1905,
bls. 14.
6*