Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 82
86 Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
s
(spikpylsur). F’eir eiga líka einn þjóðarrjett, sem þeir kalla
»kroppkakor«. Þær eru þannig búnar til: Fyrst er búið
til deig úr kartöflumauki, líkt og í kartöflukúlur, það salt-
að og hnoðað upp í það dálitlu af hveiti; svo búnir til
stórir snúðar úr því, gerð hola í miðjuna og í hana lát-
ið sem svarar teskeið af smáskornu, söltu fleski eða salt-
kjöti, sem látið hefir verið hrátt á pönnu og brúnað.
Þegar búið er að láta þetta innan í kökuna, er opinu
þrýst vel saman, svo ekki sjáist á kjötið. Þessar kökur
eru látnar í sjóðandi saltvatn og soðnar í 10 mínútur,
■ síðan bornar vel heitar á borð, Og notaðar til miðdegis-
verðar með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Svíar
nota líka soðnar og muldar kartöflur saman við hveiti í
lummur.
Norðmenn nota einnig kartöflur í flatbrauðið sitt. Það
er í rauninni ekki matarmikið, en gott, sjerstaklega á mið-
dagsborð með heitum mat. Það er búið til deig úr
muldum kartöflum, byggmjöli, haframjöli eða rúgmjöli
og vatni. Deigið er hnoðað og skift í smábita. Úr þessu
eru flattar út kökur, þunnar eins og pappír, pikkaðar og
bakaðar ofan á ofni eða eldavjel á járnplötu, sem til þess
er gerð, eða ofan á hringunum á eldavjelinni. Brauðinu
er svo snúið við og bakað beggja megin Ijósbrúnt.
Úr samskonar deigi, nerria nokkru linara, búa Norð-
menn til »lepser« eða lummur. F*á eru flattar út kökur á
stærð við pönnukökur, en nokkru þykkri. F*ær eru svo
bakaðar á sama hátt og flatbrauðið, látnar kólna og
smurðar með smjöri og jafnvel osti, helzt mysuosti. Eru-
borðaðar með kaffi eða te.
í síldarbúðing eða síldarkökur er líka ágætt að hafa
kartöflur. F*að má hafa jafna þyngd af muldum kartöfl-
um og afvatnaðri, saxaðri síld. F*etta er hrært saman og
dálítið af lauk, smjöri og pipar látið í deigið. Úr þessu
eru búnar til kökur og brúnaðar í tólg á pönnu. Úr
deiginu má líka búa til búðing. Er það þá látið í mót
og bakað í bakaraofni.