Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 84
Kartöflntilrannir.
Tíu dra yfirlit.
Eftir
Jakob H. Líndal, framkvæmdastjóra.
Pað ræður meðal annars mjög um árangur kartöflu-
ræktarinnar, að hentug kartöfluafbrigði sjeu notuð til
útsæðis. Afbrigðin eru fjölmörg allmismunandi að gæð-
um og stöðugt bætast ný við árlega, er sum taka hin-
um eldri fram. Það er því mjög mikilsvert að vita, hvaða
kartöfuafbrigði höfð eru til ræktunar og hvernig þau
reynast samanborið við önnur, er kunn eru að gæðum.
Þegar Ræktunarfjelag Norðurlands byrjaði tilraunastarf-
semi sína, vissum vjer lítið um uppruna þeirra kartöflu-
afbrigða, er alment eru ræktuð hjer norðanlands, og ekki
hvernig þau stæðust samkepnina við þau afbrigði, er tal-
in eru hin helztu í nágrannalöndum vorum.
Meðal fyrstu verkefnanna, sem Ræktunarfjelagið tók
sjer fyrir hendur, var því að gjöra samanburðartilraunir
' með ýmiskonar kartöfluafbrigði, bæði innlend og útlend.
Tilraunirnar eru byrjaðar samkvæmt fyrirsögn og undir
umsjón Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra, og hefir síðan
verið haldið með svipuðu sniði í tíu ár. Kristján Jónsson
búfræðingur frá Nesi hefir öll árin haft á hendi verkleg-
ar framkvæmdir tilraunanna og rannsakað mjölvismagn
kartaflanna.