Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 97
102
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
að vjer næstum því mættum vera forsjóninni þakklátir
fyrir, að vera íslendingar, og fá okkar 60 — 80 tunnur af
dagsláttunni, þegar sæmiiega gengur. Til fróðleiks og
samanburðar set eg hjer meðalkartöfluuppskeruna í nokk-
rum löndum árin 1901—5*: Noregur 46 tn. á dagsl. Þýzkaland 42 tn. á dagsl.
Svíþjóð 30 Frakkland 26
Danmörk 38 Sviss 44 -
Bretland 42 Ítalía 13
Tilraunauppskeran þoiir nokkurnveginn samanburð við
þessar tölur. F*ví miður er enn ekki svo iangt komið hjá
oss, að vjer vitum um samskonar meðaltal fyrir alt land-
ið, en eg efast ekki um, að það í flestum árum er hærra.
Þessar þjóðir meta þó kartöflurnar svo mikils, að þeim
þykir vel borga sig að rækta 2 — 3, jafnvel 7 tn. á mann,
hafa þær þó gnægð kornmatar af eigin framleiðslu. En
vjer í kornlausa landinu með kartöfluræktarskilyrðin næst-
um því á hverjum bæ, látum okkur nægja með 'A tn. á
mann, en kaupum frá útlöndum það sem til vantar.
Ættum vjer ekki að fara að reyna að bjarga oss sjálfir í
þessum efnum? Nóg er eftir að sækja suður fyrir poll-
inn samt.
Meðalþyngd og tala.
Dálkarnir um tölu kartaflanna og meðalþyngd þurfa
ekki mikillar skýringar við. Aðaltilgangur þeirra er að
gefa frekari hugmynd um stærð og töluhlutföll hinna
einstöku afbrigða. Kartöflurnar hafa verið taldar mjög
vandlega og gengið nærri smælkinu, lækkar það meðal-
þyngdina, enda er hún mun lægri en samskonar tölur
erlendar. Smærstu meðalkartöflurnar ná ekki útsæðisstærð,
en meðalþyngd stærstu afbrigðanna er mjög vænt útsæði.
* Landbrugets Ordbog, III. bindi, bls. 71.