Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 98
Ársrit Raektunarfjelags Norðurlands.
103
Að meðaltali hefir hver planta gefið af sjer 9 kartöflur,
kartöflufæsta afbrigðið 5.3, en hið kartöfluflesta 14. Ekk-
ert á kveðið hlutfall er á milli kartöflufjöldans og upp-
skerunnar af hverju afbrigði. Pannig er Mossros, sem
er meðal beztu afbrigðanna, langt undir meðaltali að
kartöflufjölda, en aftur á móti Reykhúsakartöflur, sem
eru ljelegar að uppskeru, meðal hinna kartöfluflestu. Rað
má telja talsverðan kost á afbrigði, að það sje sem jafn-
ast að stærð, enda er þá meðalvigt þess vanalega há.
Engin afbrigðanna svara betur til þeirrar kröfu en blá-
rauðu kartöflurnar, Early Puritan og Daladrotning. Um
leið og lýst var afbrigðunum, var jafnframt tilfært, hve
margar af hundrað kartöflum hvers afbrigðis hefðu reynst
yfir 8 kv., 4 — 8 kv., eða undir 4 kv. Petta er að eins
tveggja ára athugun, en hún skýrir þó töluvert stærðar-
hlutföll hvers afbrigðis. Til gleggra yfirlits skulu þessar
tölur tilfærðar hjer í einu lagi.