Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 101
106 ’ Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
efni um íslenzkar kartöffur. f 6. og 7. dálki töflunnar er
tilfært mjölvis- og þurefnismagn hvers afbrigðis. Par sjest
að meðal-mjölvismagn allra afbrigðanna hefir verið 9.43
°/o. Hæsta afbrigðið hefir að meðaltali 11.7%, en hið
lægsta 7.8 %. F’urefnismagnið stendur í föstu hlutfalli
við mjölvismagnið. Það hefir verið að meðaltali 15.2 %.
Hæst 17.5%, en lægst 13.6%. Samkvæmt þessum töl-
um hefir svo verið reiknað út, hve mikið mjölvi og þur-
efni hvert afbrigói hefir gefið að meðaltali á dagsláttu.
Vegna þess, hve þurefnismagn afbrigðanna er mismun-
andi, standa þær tölur ekki í rjettu hlutfalli við uppsker-
una. Pannig eru blárauðu kartöflurnar næst-hæstar að
mjölvi og þurefni, þótt þær sjeu hinar 7. í röðinni, og
Mossros, sem er 2. í röðinni, gefur litlu meira þurefni
en Bodö, sem þó er í 10. sæti. Eðlilegast og rjettast
virðist vera að meta kartöflurnar eftir mjölvismagninu,
þar eð það er aðainæringarefni þeirra, og svo er vana-
lega gert í útlendum skýrslum. En að svo stöddu efast
eg þó um algert rjettmæti þess, að því er íslenzkar kart-
öflur snertir; skal lauslega vikið að því síðar.
Eins og sjá má af skýrslunni, stendur mjölvismagnið
ekki í neinu föstu hlutfalli við uppskeruna. Pó eru fá
uppskeruhá afbrigði hlutfallslega mjög mjölvissnauð. Það
er einkum tvent einkennilegt, sem komið hefir í Ijós við
þessar rannsóknir: 1. Hve lágt mjölvismagnið er. 2. Hve
mjög það skiftir eftir árum. Hvorttveggja skal því athug-
að nokkru nánar.
Samkvæmt erlendum rannsóknum telst mjölvi í kart-
öflum að meðaltali 15 — 17%. íslenzkar kartöflur ættu
eftir því að hafa rúmlega % minna mjölvi en útlendar.
Ein af ástæðunum fyrir þessu lága mjölvismagni mætti
ætla að væri sú, að tilraunasvæðið er að mestu moldar-
jarðvegur. En það er alkunngt, að úr moldarjarðvegi eru
kartöflur ekki eins mjölkendar og þjettar, eins og úr
sand- og leirjarðvegi. Það er því ástæða til að ætla, að úr
inoldargörðum sjeu kartöflur snauðari af mjölvi, og sjeu