Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 102
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
107
því þær tölur, er hjer birtast, of lágar fyrir kartöflur í
heild sinni. Petta hefir ekki verið nægilega athugað, en
nokkrar rannsóknir, er gerðar hafa verið, benda í þá átt.
Meðaltal fyrir árið 1913 var 11.9% mjölvi. Kartöflur úr
malar- og leirkendum jarðvegi, bæði hjer í stöðinni og
á Akureyri úr garði Sigurðar Sigurðssonar járnsmiðs,
reyndust að hafa að meðaltali nálægt 14 %. Eftir þessu
munar um rúm 2 %, sem kartöflur ættu að vera mjölvis-
meiri úr malargörðum. Kartöflur úr heitum görðum hafa
einnig reynst mjölvismeiri en úr köldum. Bæði nú í
haust og fyrir nokkrum árum voru rannsakaðar kartöflur
úr laugargarðinum hjá Reykhúsum. Mjölvismagnið reynd-
ist 14.3 %, en þar er þó moldarjarðvegur. Af þessu má
sjá, að kartöflur geta safnað hjer talsvert miklu mjölvi,
ef þær hafa við hagfeld skilyrði að búa, en árið 1913
var líka ágætt mjölvissumar, eins og síðar mun sýnt
verða.
Retta er þá í stuttu máli sá breytileiki, er komið hefir
í Ijós, að mjölvismagn kartaflanna væri undirorpið eftir
afbrigðum og jarðvegi. Mætti nefna það kynbundinn og
staðbundinn mjölvismismun. í næsta kafla skal sýntfram
á, að enn meira kveður að árbundnum mjölvismismun
þeirra, og reynt að benda á, hverjar ástæður eru helztar
fyrir því.
Sumarhitinn og kartöfluþroskinn.
Rað er alkunnugt, hve mjög kartöfluuppskeran er mis-
munandi eftir árferði. Mestu mun um það ráða sumar-
hitinn, úrkoman og næturfrost síðari hluta sumars. Mesta
þýðingu er sennilegt að hitinn hafi í þessum efnum, því
fremur sjaldan munu þurkar draga til muna úr kartöflu-
vextinum, nje heldur úrfelli hindra hann, sjeu því ekki
samfara kuldar og sólarlitlir dagar, en svo vill oft verða
í óþurkasumrum.