Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 103
108
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
Frostnæturnar aftur á móti gera að litlu árangur góð-
víðrisdaganna, ef gaddhörkur fella allan yfirvöxt í ágúst-
mánuði, en svo mikil næturfrost koma fremur sjaldan
fyrir, að minsta kosti í lágsveitunum hjer norðanlands.
Pví miður hafa ekki verið gerðar hjer á Akureyri svo
nákvæmar veðurathuganir yfir þetta tímabil, sem æskilegt
hefði verið, svo eg hefi aðeins getað haft við að styðjast
hitamælingar þrisvar sinnum á dag, kl. 9 f. h., kl. 2 e.
h. óg kl. 8 e. h., og fyrir sumarið 1913 kl. 6 f. h., kl.
1 e. h. og kl. 4 e. h. — Eg hefi borið saman meðalhitann
reiknaðanúteftirhvorumtveggjamælingatímunum og reynd-
ist það koma mjög í sama stað niður. Verður því meðal-
hitinn 1913 af þeim ástæðum ekkert sjerstakur. Lágstigs
(minimum) og hástigs (maximum) hitamælingar hafa að-
eins verið gerðar lítinn tíma af tímabilinu, og get eg því
ekki stuðst við þær, sem þó hefði verið æskilegt. Engu
að síður hefir komið fram svo náið samband milli hita-
stiganna þessi ár og kartöfluuppskerunnar og kartöflu-
gæðanna, að eg læt fylgja hjer með yfirlitstöflu um mán-
aðarlegan meðalhita öll sumurin, og svo skýrslu um
meðaluppskeru og meðal-mjölvismagn kartafianna öll
árin. Til grundvallar fyrir þessum reikningi eru lögð
þau 7 afbrigði, sem ræktuð hafa verið öll árin.
t