Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 106
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 111
Meðaltal 7 afbrigða í 10 ár.
Ar. Uppskera af Mjölvi. Meðal
dagsláttu. °/o. sumarhiti
Kg. 5 mán.
1904 8822 10.50 10.18
1905 6835 8.73 9.49
1906 3316 7.98 8.82
1907 1525 7.15 7.21
1908 2164 11.78 9.93
1909 3990 11.55 9.54
1910 3928 14.30 8.54
1911 6200 8.30 8.99
1912 4061 6.88 9.10
1913 5140 11.90 9.69
Meðaltal . . . 3889 9.90 9.15
Þegar athugaðar eru tölur þær, sem hjer standa, ásamt
aðaltöflunni um sumarhitann, þá er auðsjeð, að í þeim
felst töluvert samræmi, þótt margar virðist undantekning-
ar, einkum við lauslega athugun. Mest ber á, hve upp-
skeran er afarmismunandi og jafnframt mjölvismagnið,
og fylgir sá mismunur víða sömu stefnu. Minna ber á
mismuninum á meðalhita sumranna, enda er það meðal-
tal um svo langan tíma. Einnig þær tölur standa þó í
nokkru samræmi við uppskeruna og mjölvismagnið. Ef
vjer svo athugum hvert ár fyrir sig, verður þó samræm-
ið Ijósara.
Árið 1904 er eitthvert allra heitasta sumarið, er komið
hefir á þessu tímabili. Kartöfluvöxturinn var þá að sama
skapi mjög góður. Landið var þá nýlega brotið og nýtu
því nýrotnaðra jurtaleifa. Hefir það aukið vöxtinn. Mjöl-
vismagnið er þetta sumar nokkru ofar en meðaltal, en
þó neðar en vænta mátti samkvæmt hitanum.
1905 er einnig gott sumar. Kartöfluuppskeran er þá í
góðu lagi, þó hún s:e minni en næsta sumar á undan,