Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Blaðsíða 109
114
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
sumarhita, en er þó jafnframt háð veðurlaginu að öðru
leyti, svo sem úrkomu, þurkum, næturfrostum o. fl.
2. Mjölvismagn kartaflanna stendur í nánu sambandi
við sumarhitann, og er að jafnaði því meira, sem sumar-
ið er hlýrra og hagstæðara. það stendur einnig oft í
nánu hlutfalli við uppskeruna, en þó getur uppskeran
og mjölvismagnið farist allmikið á mis, vegna þess að:
3. sambandi þess við veðráttuna er á annan hátt varið
en uppskerunnar. Hlýindi í júlí og ágúst virðast hafa mikil
áhrif á uppskeruna, en um mjölvið er það sjerstaklega
ágúst og grænu blöðin fram eftir september, sem ræður
úrslitunum. Mjölvið gerir meiri kröfur til hástigs hitans
en kartöfluvöxturinn, og rakastig, sem fremur eykur upp-
skeruna, getur jafnvel dregið úr mjölvismagninu. Þau
þurveður aftur á móti, sem 'fremur draga úr kartöflu-
vextinum, hamla að engu eða jafnvel auka mjölvismagnið.
Petta mætti aftur draga til þeirrar ályktunar, að út til
nesja og norðurtanga landsins, með rakaveðráttu og lág-
um en fremur jöfnum sumarhita, sje enn þá óvissari
mjölvisrík uppskera, en kartöfluuppskeran sjálf.
Hvers vegna? verður flestum hugsandi mönnum að
spyrja, þegar þeir lesa eða heyra eitthvað, er þeim þykir
undarlegt, eða þurfa útskýringar við. Hvers vegna í
raun og veru er mjölvismagn íslenzkra kartafla svo lítið,
ef dæma skal eftir þessum rannsóknum? Hvers vegna er
það háð svo miklum árbundnum breytileik umfram það,
sem mun eiga sjer stað með erlendar kartöflur? það er
leitt að geta ekki svarað öllum »Hvers vegna?«, hvort
sem það kemur frá eigin brjósti eða utan að. Hjer hefi
eg því miður litlar erlendar heimildir á að byggja, og
engar fullnægjandi eigin athuganir. Pó vil eg ekki skiljast
svo við þetta mál, að íhuga að engu svo eðlilega spurn-
ingu.
Að því er eg hefi athugað erlendar skýrslur um mjöl-
visrannsóknir í kartöflum, hefi eg fremur lítils árbundins
breytileika orðið var. Minnist heldur ekki að hafa rekist