Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Síða 111
116
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
En sje þessi ástæðan, hvernig getur þá verið um stað-
bundinn breytileika mjölvisins að ræða? Að einhverju
leyti mun hann standa í sambandi við ræktarstig og
næringarefni jarðvegsins. En hjer ber aftur að sama
brunni til styrktar þessari hita- og þroskastigsskoðun.
Sandur og malkendur jarðvegur er hlýrri en moldarjarð-
vegur, og þess vegna ná kartöflur þar fljótari og hærri
þroska. En þurkasumurin. Hvers vegna munu þau hent-
ug mjölvismagninu? Ástæðan svipuð. Þur jörð nýtur
betur sama hitastigs en hin raka, vegna þess að minni
hiti eyðist til uppgufunar, þá eru líka sólskinsdagar að
jafnaði og geislaáhrifin til kolvetnamyndunar örari. í
þurkum og á þurlendi leggja líka kartöflur minna í vöxt-
inn og eru bráðþroskaðri. Kartöflurnar eru fáar, smælki
lítið, það er þroskamerki og suðlægara snið, enda mjöl-
við meira.
Nú kunna einhverjir að segja: Þessi skýrsla hefði held-
ur átt að vera óbirt. Pví er maðurinn, sem á að vinna
og vill vinna að því, að koma kartöfluræktinni inn á svo
að segja hvert einasta heimili á Norðurlandi, að fræða
fólkið um gildisrýrð íslenzkra kartafla? En það verður
að segja hverja sögu eins og hún gengur. Pað væri
fjarri tilgangi mínum og mjög á móti skapi, ef eg með
þessu drægi úr mönnum áhugann á því, að rækta
kartöflur til eigin þarfa. Eg þykíst heldur ekki endilega
þurfa að skiljast svo við þetta mál, að eg ekki segi eitt
einasta orð til liðsinnis ístenzkum kartöflum, eða að
minsta kosti bendi á sennilega bót í þessu máli. Það er
enn eftir að rannsaka, hvort verðgildi íslensku kartaflanna
til næringar stendur í sama hlutfalli víð útlendar kartöfl-
ur, sem tölur þær, sem hjer hafa komið fram. Eg þykist
hafa hugboð um, að svo muni ekki vera, og vil eg því
leyfa mjer að fara um það nokkrum orðum, þótt hjer
sje ekki um neinar sannanir að ræða. Petta hugboð mitt
hefir aðallega myndast við það, að athuga soðnar kart-
öflur, er reyndar hafa verið mismunandi að mjölvismagni.