Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 113
118
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
enda er meðaltalið hjer um bii hið sama. Ekki má taka
þessar tilraunir sem neitt fullnaðarsvar, en þær benda í
þá átt, sem einnig er í samræmi við tilraunaárangur er-
lendis, að þriggja til fjögra þuml. sáðdýpt sje heppileg-
ust. Petta getur líka farið dálítið eftir ástæðum. Rjettara
að sá grynnra í þjettan jarðveg og rakan, en í lausan og
þurran.
Spírað eða óspírað útsæði.
Tilraunir hafa einnig verið gerðar með að setja niður
spíraðar og óspíraðar kartöflur. Pær voru endurteknar
þrjú ár. Reitastærð og jarðvegur hinn sami og við aðrar
tilraunir. Spírurnar eins til tveggja þuml. langar.
Hinir spíruðu reitir gefa stöðugt til muna meiri upp-
skeru. Meðal uppskeran á reit varð í kgr.:
Spírað 4Ó.2 kg.
Óspírað 30.2 kg.
Hjer verður rúmlega þriðjungi meiri uppskera af hin-
um spíruðu reitum.
Rótt engan veginn sje hægt að skoða þetta sem al
gilda reglu, styðja þessar tilraunir eindregið þá skoðun,
sem ýmsir þykjast hafa reynslu fyrir sjer í, að hjer sje
til muna betra að setja niður hæfilega spíraðar en óspír-
aðar kartöflur. Einkum mun þetta hafa mikið að þýða,
er vor eru köld og sumur stutt.
Klofið aða heilt útsæði.
Sumstaðar er siður erlendis, að kljúfa kartöflur í tvo
eða fleiri hluta, áður en sett er niður; sparast við það
útsæði, einkum ef stórar kartöflur þarf að nota. Nokkrir
kartöfluræktarmenn hafa þózt fá bezta uppskeru með því
að nota stórar kartöflur á þennan hátt til útsæðis. Til
þess frekar að fá vitneskju um, hvernig-þessu væri hátt-