Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 136
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
141
síðast, spratt lakast, og var ekki slegið. Reitirnir voru
í góðri rækt. Grasfræinu var sáð einu saman, engu byggi
nje höfrum.
Þetta er auðvitað ekki næg reynsla til þess að byggja
á. Þetta þarf að endurtaka og sömu reitirnir að reynast
í fleiri ár. En af þessu má þó ráða, að haustsáning get-
ur hepnast, að betra muni vera að sá snemma en seint
að vorinu, og að grasfræssljetta getur gefið talsvert af
sjer þegar samsumars, ef sáð er á hentugum tíma og
góð ræktarskilyrði fyrir hendi.
Byrjað var enn fremur á fræblöndunartilraunum á mis-
munandi ræktaða jörð, og reyndar nokkrar aðferðir til
þess að koma rækt í illa sprottin tún; þar á meðal var
völtun með gaddvalta, er stingur og losar sundur alla
grasrótina, áburður er svo mulinn í holurnar jafnóðum.
Ressi aðferð bar auðsæjastan árangur á fyrsta sumri, en
tilraunirnar eru svo skamt á veg komnar, að um þær
verður ekki dæmt að svo komnu. Nú eru einnig í byrj-
un beitartilraunir á tún, þar sem athuguð verða áhrif
ýmiskonar búpeningsbeitar á grasvöxtinn.
Korntegundir þroskuðust óvanalega vel. Bæði hafrar
°g bygg náði fullum þroska, en mundu þó hafa gefið
fremur rýra uppskeru, þó í stærri stíl hefði verið ræktað.
Rúgur mundi einnig hafa þroskast, en hann var enginn
til á þeim aldri, aðeins sáð í sumar til næsta árs.
Kartöfluvöxtur var með betra móti og kartöflurnar
venju fremur þroskaðar. í ritgerðinní um kartöflutilraun-
irnar er nánara um það atriði. Pess er vert að geta, því
það mun fremur sjaldgæft hjer á landi, að nokkrar kart-
öfluplöntur báru talsvert þroskuð aldini. Berin voru græn
að lit, lítið eitt aflöng. Hið stærsta var 2lh cm. á lengdar-
veginn og 2 cm. á þykt. Það vo 7 gr. F*ví miður gat eg
ekki vitað af hvaða afbrigði berin voru. Rau fundust í
tilraunareitunum og voru tekin án þess eg vissi, en ef-
laust hafa þau verið af einhverju bráðþroskaðasta af-
brigðinu.