Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 139
144
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
Námsskeið þetta var eitt hið fjölmennasta, er haldið hef-
ir verið. Sóttu það aðallega Eyfirðingar og allmargir úr
þingeyjarsýslu. Flesta dagana voru um 170 manns og
síðasta daginn um 300. Fyrirlestrar voru haldnir 4 á dag
og svo umræðufundir 2 — 3 tíma. Námsskeiðið fór hið
bezta fram og Ijetu menn vel yfir.
Þessir fyrirlestrar voru halcþúr:
Jakob H. Líndal framkvæmdarstjóri 6 fyrirlestra, 5 um
jarðrækt, 1 um fæðutegundir.
Sigúrður Jónsson bóndi Yzta-Felli 6 um samvinnufje-
lagsskap.
Hallgrímur Þorbergsson fjárræktarmaður Halldórsstöðum
3, 2 um sauðfjárrækt, 1 um aukið landnám.
Kristján E. Kristjánsson búfræðingur Hellu, 2 um naut-
peningsrækt.
Baldvin Friðlaugsson búfræðingur Reykjum, 1 um vatns-
veitingar.
Jón Guðlaugsson bóndi Hvammi, 1 um fóðrun búpen-
ings.
Jón Sigurðsson búfræðingur Yztafelii, 1 um bókmentir.
Kristján Jónsson búfræðingur Nesi, 1 um afurðir bú-
penings.
Sigurður Einarsson dýralæknir 1 um berklaveiki í naut-
gripum.
Steingrímur Matthíasson hjeraðslæknir 1 hollustuprjedik-
anir fyrir sveitaheimili.
Stefán Stefánsson skólameistari 1 um jurtalífið.
4- J^Iý verKfæri.
Nýjar tegundir handverkfæra fær fjelagið á hverju ári
til reynslu. Mörg þeirra eru svo ekki pöntuð aftur, en
önnur taka að einu eða öðru leyti hinum eldri fram. Af
stærri verkfærum skal nefna finskt spaðaherfi, er kalla
mætti bildherfi, sökum gerðar sinnar. Rað veltur á 4 lít-