Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Qupperneq 5
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
7
það taki málið til athugunar, legði það fyrir Búnaðar-
þingið í sumar. Hr. Sig. Sigurðsson, ráðunautur,
gjörði grein fyrir áliti Búnaðarfélags íslands og tald
víst, að málið yrði lagt fyrir næsta Búnaðarþing.
Eftir nokkrar umræður var samþykt svohljóðandi
tillaga frá Sig. dýralækni í einu hljóði: »Fundurinn
»telur mjög æskilegt, að meira verði gjört til eflingar
»búfjárræktinni en að undanförnu og beinir hann þeirri
»ósk til Búnaðarfélags íslands, að það taki málið til
»náinnar yfirvegunar, en leyfir sér jafnframt að benda
»á, að æskilegt væri að Búnaðarfélag íslands hefði
»þrjá búnaðarnauta, sérfræðinga, sinn fyrir hverja bú-
»fjártegund, sem gætu haft aðalframkvæmdir þessara
»mála með höndum.«
8. Pá kom fram svohljóðandi tillaga frá séra Arnóri Árna-
syni: »Fundurinn skorar á stjórn Búnaðarfélags ís-
»lands, að það hlutist til um, að leyfður verði inn-
»flutningur á útlendu sauðfé til sláturfjárbóta.«
Raddir komu fram um það, að mál þetta væri eigi
enn rannsakað nægilega, svo örðugt sé að vita, hvort
rétt sé að ráðast í að flytja inn sauðfé. Aðrir vildu
reyna að flytja inn fé, aðeins lítið í senn, svo raun
fengist á, hve arðvænleg sú tilraun yrði. Eftir tölu-
verðar umræður var tillagan samþykt með 11 : ó at-
kvæðum.
9. Nefnd sú, sem kosin var til að athuga reikninga fé-
lagsins, skilaði nú af sér störfum sínum. Oerði hún
engar verulegar athugasemdir. Tillögur til úrskurðar
bornar upp:
Athugasemd 1. Hlutaðeigendum greiðist 1 króna
40 aurar og færist á gjaldahlið sjóð-
reiknings Og meðtökuhlið arðfjár-
reiknings.
—2. Má við svo búið standa.