Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Side 27
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 31
c) Hrossaræktarfélög.
Húnvetningar stofnuðu fyrsta hrossaræktarfélag hér á
landi í apríl 1Q03. Síðan hafa verið stofnsett um 10 slík
félög hér á landi, en nú eru þau aðeins 6 sem starfa,
öll á Suðurlandi. Pau vinna að hestakynbótum með því
að halda fallega og kyngóða fola og góðar hryssur.
Flestöll þessi kynbótafélög, sem hér að framan eru
nefnd og nú starfa, njóta styrks af opinberu fé.
d) S ý n i n g a r.
Fyrsta búfjársýning hér á landi var haldin að Garði í
Hegranesi árið 1884. Voru þar sýndar allar búfjártegund-
ir og veitt verðlaun fyrir hin beztu dýr. Síðan hafa bú-
fjársýningar verið haldnar víðsvegar nm land, og á seinni
árum hefir þeim fjölgað mjög mikið. Hafa það bæði
verið héraðs- og hreppasýningar, og má segja, að hvort-
tveggja hafi verið til nokkurs gagns.
Ráðunautar.
Búnaðarfélag íslands hefir haft og hefir enn menn í
sinni þjónustu, sem ferðast um landið og leiðbeina
bændum í húsdýrarækt.
* *
*
Þetta, sem eg hefi hér að framan lauslega drepið á,
hefir átt að stefna að því, að styðja íslenzkan bændalýð
til að bæta búpening sinn. Nokkuð hefir unnizt, en á-
rangurinn hefir ennþá orðið altof lítill. Pað verður betur
að hefjast handa. »Betur má, ef duga skal.«
Til þess að skýra mál mitt, ætla eg að koma með
nokkur dæmi frá öðrum löndum, sem glögglega sýna
og sanna, að hægt er á stuttum tíma að stórbœta og
næstum því að gjörbreyta kynstofninum með skynsam-
legri og bættri meðferð.
Sný eg því máli mínu um stund að:
2. Búfjárrækt síðari tíma á Norðurlöndum og Bretlandi.
Eg vil þá fyrst taka t. d. kúarækt Dana.