Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Qupperneq 31
Arsrit Ræktunarfélags Norðurlands.
35
1860 var haldin hin fyrsta ríkissýning á vesturlands-
hestum og síðan hafa þessar sýningar verið haldnar á
hverju ári.
Enginn stóðhestur getur fengið verðlaun á þessum
sýningum, nema hann hafi verið 2 ár í seljunum. Vest-
urlandshestinum hefir farið mikið fram í seinni tíð, eru
þeir jafnari að stærð og útliti en áður voru þeir. Flestir
eru þeir um 150 cm. á hæð. Liturinn er oftast moldótt-
ur, þótt aðrir litir, grár, jarpur o. fl., séu ekki óalgengir.
* *
*
Eg hefi nú lauslega dregið einstök dæmi frá nágranna-
þjóðunum fram á sjónarsviðið. Pessi fáu dæmi ættu
glögglega að sýna, hversu langt vér íslendingar, og það
fyrir löngu, erum orðnir á eftir þeim í búfjárrækt, enda
er það kunnugra en frá þurfi að segja.
Vér íslendingar erum auðvitað fáir og búum í strjál-
bygðu landi, en þó svo sé, þá er samt engin ástæða til
þess, að vér höfum svo litla trú á landi og Iýð, að ekki
hlíti að setja markmiðið eins hátt og nágrannar okkar
hafa gjört. Af slíku trúleysi á framfaraskilyrðum þessa
lands, sem þó eigi allfáir munu móka í, stafar tilfinnan-
legri kuldagjóstur en af hafísnum grænlenzka.
Að svo mæltu ætla eg í fám orðum að drepa á þriðja
atriði þessa máls, sem er:
III. Framtíðarmarkmið.
1. Að framleiða dýr, er fullnægja þeim fylstu kröfum,
sem hér á landi er hægt að gera til búfjárins.
2. Að gjöra sér Ijóst, hverjum kostum má með sann-
girni búast við, að dýrin geti verið búin, og hvers vér
eigum af þeim að krefjast.
En af dýrunum verðum vér að krefjast:
a) Að búféð framleiði sem mestar og bestar ákveðnar
3*