Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Side 38
42
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
áramillibili. Þurfa þær að vera vel undirbúnar og alt til
þeirra vandað sem bezt. Ættu þær að vera haldnar á af-
girtu svæði, þar sem eigi væri hægt að skoða dýrin
nema koma inn á svæðið. Inni á svæðinu mæfti hafa
ýmislegt til skemtunar, sem hændi fólk að. Aðgangur að
þessum sýningum skyldi seldur; muudi þá koma af því
fé nokkuð upp í sýningarkostnaðinn.
Pá er eftir að svara seinni spurningunni.
Hvaða þýðingu hefir að hafa fasta kynstofna?
Eg hefi nú þegar drepið á margt, sem bendir á þýð-
ingu þess, en til skýringar vil eg draga það helsta sam-
an í fáum orðum.
1. Þar eru æfinlega til einhver dýr, sem skara fram úr
fjöldanum, þar sem um kynfestulaus dýr er að ræða, og
þessvegna ríður á að ná í þessi góðu dýr og framleiða
af þeim kynstofna.
2. Betra er að viðhalda kostum hjá kynföstum dýrum.
3. Hægra er að fá dýr, sem uppfylla þær kröfur, er
gjörðar eru til þeirra.
4. Betra er að fóðra dýr með kynfestu, þar sem um
samfóðrun er að ræða.
5. Hægra er að ná háu verði fyrir ýmsar búpenings-
afurðir.
6. Dýrin koma betur fyrir á sýningum og verða verð-
mætari í augum allra þeirra, sem kaupendur gjörast.
7. Skemtilegra er að umgangast dýr, sem eru hvert
öðru lík (svo framarlega sem þau eru falleg).
Pá er eftir að minnast á seinasta atriðið.
Rúðunautarnir.
Eftir minni skoðun á það að vera svo: Búnaðarfélag
íslands á að hafa þrjá ráðunauta, er starfi að búpenings-
rækt. Oeta þeir starfað á fleiri vegu. Eg vil benda á
tvær leiðir.
Fyrri leiðin er þessi:
Einn sé ráðunantur í sauðfjárrækt, annar í nautpen-
ingsrækt og sá þriðji í hrossarækt. Allir þurfa þeir að