Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Síða 40
44
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
líka eðlilegast að Búnaðarfélag íslands með starfsmönn-
um sínum væri skylt til að vera ráðunautur landsstjórn-
arinnar í búnaðarmálum, á líkan hátt og landbúnaðar-
félagið danska (»Det kongelige danske Landhushold-
ningsselskab«) er ráðanautur danska landbúnaðarráða-
neytisins í búnaðarmálum.
* *
♦
Eg hefi nú farið fljótt yfir sögu, aðeins drepið á helztu
atriðin í búfjárræktarmáli voru, bent á að íslenzkur bú-
peningur sé af blönduðum uppruna, að útlit hans hafi
verið svipað í fornöld og það er nú á tímum, að bú-
peningsfjöldinn hafi verið miklu meiri þá, en síðar og
jafnvei nú, að meðferðin fyr á tímum hafi verið töluvert
verri en nú gjörist hún alment, að nokkrar sauðkindur
og nautgripir hafi verið fluttir hingað til landsins til kyn-
bóta, og að sú viðleitni hafi að litlu liði komið.
Á búpeningsrækt í nágrannalöndunum á sama tíma
héfi eg líka lauslega drepið, og sýnt, að vér alt fram
undir aldamótin 1800 ekki í neinu verulegu stóðum þeim
að baki í búfjárrækt. Aftur á móti hefi eg leitast við að
sýna fram á, að vér Islendingar erum nú orðnir langt á
eftir nágrannaþjóðunum í búpeningsrækt, og að vér, þrátt
fyrir það þó töluvert hafi verið gjört á síðari árum til
þess að hrinda búfjárræktinni áleiðis framávið, ennþá
verður að bæta miklu við og hefjast handa, ef vér á
þessu sviði eigi stöðugt viljum vera meiri og meiri eftir-
bátar nágranna vorra.
Eg el þá von í brjósti, og er því nær fullviss um, að
vér viljum ekki vera eftirbátar annara í þessu efni, því
það er lífsnauðsyn fyrir velmegun þjóðar vorrar, að vér
leggjum alla alúð á að stunda þá grein landbúnaðarins,
er hann að mestu byggist á.
Því fé, sem á skynsamlegan hátt er varið til eflingar
búfjárræktinni, er mjög vel varið, og að þörfin sé mikil
til slíkra umbóta, það verða allir að játa.