Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Qupperneq 44
48
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
í Ijós við útreikning og athugun þessara skýrslna, að
því er áburðarþörfina snertir.
Skýrslusöfnun um ábtirð og töðufall.
Skýrslum þessum hefir verið safnað á þann hátt, að
bændur hafa greint sýslubúfræðingunum frá, hve mikill
töðufengur þeirra hafi verið í hestatali, hve margar kýr
þeir hefðu, hve marga hesta á gjöf og hve margar kind-
ur, sem borið væri á undan. Jafnframt hefir geldneytum
verið breytt í lh — '/2 kú, eftir því sem þau hafa verið á-
ætluð til áburðarframleiðslu. F*ar sem hrossum er gefið
inni mestan hluta vetrar, eins og víðast í Pingeyjar- og
Eyjafjarðarsýslu, er tala fullorðinna hrossa látin haldast
óbreytt, en þar sem hestaganga er mikil, eru hrossin að-
eins talin eins og bændum telst til að þau mundu vera,
með því að umreikna gjafatíma þeirra frá því fyrir jól
og framúr; með því móti fæst svipað gildi fyrir hesta-
tölu á gjöf á öllu svæðinu, er skýrslurnar ná yfir. Um
sauðfé var gefið upp, hve mörgu var brent undan og
undan hve mörgu borið á. Voru þær tölur teknar ó-
breyttar, hvort sem beitt var mikið eða lítið. Vissu marg-
ir það upp á kind, því það er víða borið á úr sérstök-
um húsum. Sumir urðu aftur á móti að gizka á tölurn-
ar að einhverju leyti eftir taðmagninu, stungum í hús-
um o. fl. Alment var greint frá öllum skepnufjölda heim-
ilanna, er áburður var notaður undan, án tillits til þess,
hver hann átti.
Á þennan hátt fæst, svo nákvæmlega sem kostur er á,
það áburðarmagn, sem fer til þess að framleiða töðuna
af hverju túni; reyndar er hér ekkert tiltekið um áburð-
inn í hestum eða kerrum, en sú leið var ófær, bændur
vita ekki alment svo vel um hesta- eða kerrutöluna á
túnið, og svo eru það svo teygjanlegar einingar, að þær
gefa miklu lakari hugmynd um áburðarmagnið en skepnu-