Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 45
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
49
fjöldinn, eins og hann hefir verið tekinn. Til þess að
hægra væri að glöggva sig á skýrslunum og gera sam-
anburð, hefi eg reiknað út, hve margar skepnur þyrftu
á hverjum einstökum bæ af hverju fyrir sig, kúm, hest-
um og kindum, til þess til samans að framleiða 100
hesta af töðu. Oæfi t. d. túnið jafnaðarlega af sér 200
hesta, en skepnufjöldi væri 5 kýr, 6 hestar og 40 kind-
ur, sem borið væri á undan, þá færi til þess að fram-
leiða 100 hesta töðu 2.5 kýr, 3 hestar og 20 kindur.
Sökum þess, að það hefði orðið alt of umfangsmikið
að sýna þessar tölur frá hverjum einstökum bæ fyrir sig,
birtist hér aðeins meðaltal fyrir þá hreppa, er skýrslurn-
ar ná yfir. Flesta bæi ná skýrslurnar yfir fyrir árin 1911
— 12, en fullir 2h eru þó meðaltöl frá árunum 1911 — 14.
Pað vill svo vel til, að sumarið 1912, sem flestar skýrsl-
i/r eru frá, er mjög nálægt því að vera meðaltöðuár hér
á Norðuriandi, eftir landhagsskýrslunum að dæma. Pá
eru alls taldir 205,875 töðuhestar á Norðurlandi, en með-
altöl 4 síðustu ára, 1910—13, er skýrslur ná yfir, eru
202,732 hestar. Sumarið 1913 er fremur gott, töðufall alls
215,942 hestar á Norðurlandi, en 1914 mun hafa verið í
tæpu meðailagi, um það vanta opinberar skýrslur enn
þá. Pað hefir því reynst svo á skýrslunum, að mjög hef-
ir borið saman tölunum fyrir sumarið 1912 og meðaltali
allra áranna.
Als nær skýrslan yfir 610 bæi af 1996 býlum, sem
talin eru hér norðanlands, eða tæpan >/3 hluta þeirra; er
rétt að benda á, að flestöll nýbýli hafa orðið útundan,
svo skýrslan miðast nær eingöngu við gamalræktuð tún.
Væri fróðlegt að fá sérstaka skýrslu frá nýbýlunum og
nýræktuðum löndum til samanburðar. Bíður það seinni
tíma. Pá tekur skýrslan yfir 41 hrepp af 56 á Norður-
landi eða rúma bh þeirra.
Æskilegast hefði verið, að skýrslan hefði náð yfir alla
bæi og alla hreppa, en sýslubúfræðingarnir koma aðal-
4