Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 50
56
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
bæði túnaslétta og nokkuð af útgræðslu. Á túnasléttun-
um er óhætt að fullyrða, að uppskerist í auknum hey-
feng af fyrri ára sléttum talsverður hluti þeirrar áburð-
areyðslu, er nýjar sléttur hafa í för með sér, — þ. e. af
vel töddum nýjum sléttum íæst vanalaga meira gras en
hinn árlegi ofanáburður ákveður, helst þetta nokkur ár,
þar til þeim fer að fara aftur, og grasið kemst í sam-
ræmi við árlegan ofanáburð og eðlishætti jarðvegsins. —
Nokkru öðru máli er að gegna með útgræðsluna. Þar
eyðist mikill hluti áburðarins til jarðvegsbóta, og gefa
þvf þær sléttur fyrst í stað hlutfallslega lítið hey í sam-
anburði við eyddan áburð.
Að þessu athuguðu, virðist óhætt að áætla, að til við-
halds túnunum fari lítið eitt minna áburðarmagn en hér
kemur í Ijós.
Jafnframt Og skýrslum var safnað um heyfeng og gripa-
fjölda, var einnig safnað upplýsingum um meðferð á-
burðarins, um forir, um haughús og haugstæði, um á-
burðarblöndun og hvenær væri borið á. Bera þær upp-
lýsingar með sér, að áburðarmeðferðinni er víða ábóta-
vant á öllu svæðinu, en þó á góðum framfaravegi. Haug-
húsin sum ekki þvagheld. Umsögn um haugstæðin er á
stöku bæjum »mjög gott«, en margir eru þeir bæir, þar
sem umsögnin er »slæmt« og »mjög slæmt«. Bæði vor-
og haustáburður tíðkast um alt svæðið. Vor- og út-
mánaðaáburður er þó algengari í austursýslunum. Til
áburðarblöndunar er höfð mold og allvíða aska, en ó-
víða svarðarmold, svo nokkru nemi. Áburðardrýgindi
sumstaðar af skornum skamti. Er ekki rúm til þess að
fara náið út í þessi efni hér, en þess skal getið, að á
þessum 610 bæjum, er skýrslan nær yfir, hafa talist alls
224 forir úr torfi og steinsteypu eða rúmlega á þriðja
hverjum bæ, og 65 haughús, mörg úr torfi, en þó nokk-
ur vönduð steinsteypuhús. Kemur þá haughús á rúm-
iega 9. hvern bæ. Er þetta máske meira en margur hefði
búist við, en þess má gæta, að skýrslan tekur frekar yf-