Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 52
58
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
sem þar eru taldar til áburðarframleiðslu, því meiri tað-
brenslu. Verða Skagfirðingar og Húnvetningar þar drýgst-
ir með taðbrensluna, þá Eyfirðingar, en Þingeyingar virð-
ast þar beztir búmenn, enda hafa þeir fjölbreyttari fæðu
að bjóða rauð en hinir. Sérstaklega eru það Svalbarðs-
strandar- og Qrýtubakkahreppur í Þingeyjarsýslu, sem
skara langt fram úr í takmörkun taðbrenslunnar og not-
kun sauðataðsins til áburðar, vil eg geta þeirra, þeim til
maklegs lofs og öðrum til eftirbreytni.
í Orýtubakkahreppi nær skýrslan yfir 27 bæi af 41. Á
þeim er engum taðköggli brent á 15 bæjum, en lítillega
á 11 og til muna á 1 bæ. Samtals er á þessum bæjum
borið tað á undan 2429 kindum, en brent undan 412.
Á Svalbarðsströnd nær skýrslan yfir alla bæi hrepps-
ins. Á þeim er engu taði brent á 12 bæjum en lítið eitt
á 8. Á þessum 20 bæjum er borið á undan 2206 kind-
um, en brent undan aðeins 180.
í þessum hreppum eru bændur komnir lengst áleiðis
gegn sauðataðsbrenslunni, er eg þekki til, enda er tún-
rækt þar í góðu lagi, eins og líka skýrslan bendir til.
Hverju brennir svo þetta fólk? Því nær eingöngu
sverði, bæði heimafengnum og aðfengnum, þar sem
svarðtekja er ekki í landareigninni. Viðarnot eru því nær
engin í þessum hreppum. Kolabrensla er nefnd í Grýtu-
bakkahreppi á nokkrum bæjum. Á Svalbarðsströnd kola-
brensla ekki teljandi, helzt notuð stöku sinnum í ofna á
nokkrum bæjum.
Með því að gera þannig yfirlit um alt svæðið, hefi eg
komizt að þeirri niðurstöðu, að á þessum 610 bæjum
er skýrslan nær yfir hefir verið:
Sauðaíað meira og minna borið á á 465 bæjum eða 76°/o
Öllu sauðataði brent á 145 — — 24°/o
Sauðataði meira og minna brent á 554 — — 91%
Engu sauðataði brent á 56 — — 9%
Samtals hefir á þessum bæjum verið borið á undan
25,872 kindum, en samtals brent undan 52,277 kindum.