Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 54
60
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
og útivist kindanna og afurðir. Verðmæti als brenda
taðsins verður þá 52,277 x 1.90 = QQ,326.30 kr. eða ca.
163 kr. á bæ.
En verðið er tæpast aðalatriðið. Jarðrækt vor þarfnast
sauðataðsins og því takmarki verðum við að ná með
einhverjum ráðum, að eyðileggja taðbrensluna með öllu.
Enn er sverðinum alt of lítill gaumur gefinn, jafnvel þótt
góð svarðtaka sé í nánd, og eldfærin eru víða illa valin
og óhentug til syarðarbrenslu, hindrar það mjög notkun
svarðarins. Það skal þó viðurkent, að á mörgum bæjum
er nauðugur einn kostur með taðbrensluna enn sem
komið er. Svarðartekja er alls ekki til á sumum svæðum,
og sumstaðar er hún svo vond, að við hana verður ekki
notast eingöngu. Kolin eru dýr, ekki sízt eins og nú
stendur, og erfið til flutninga langar leiðir Og ógreiðar
yfirferðar. En oss þarf að skiljast alment, að taðið meg-
um vér ekki nota nema sem neyðarúrræði, er aðrir veg-
ir eru lokaðir. Væri sá skilningur almennur, mundi tað-
brenslan útlæg gerð úr fjölda bæja og jafnvel heilum
sveitum. Aðeins haldast þar við sem erfiðast væri til að-
drátta og svarðtaka væri hvergi í nánd. Á þeim stöðum
er rafmagnið eina úrlausnin, og alstaðar verður það
tryggasta vörnin gegn taðbrenslunni, meginstoð túnrækt-
ar vorrar og menningarfrömuður. Rafsuða og rafhitun
er því, jafnvei frá jarðræktariegu sjónarmiði, eitt hinna
nauðsynlegustu og helztu viðfangsefna fyrir framtíðar-
landbúnaðinn íslenzka, er vér þurfum að fara að vinna
að hið allra fyrsta.
Áburðarþörfin. Á skýrslunni kemur greinilega í Ijós,
að mismunandi marga gripi þarf til þess að framleiða
100 hesta töðu eftir sveitum og sýslum. Að meðaltali á
öllu Norðurlandi þarf samkvæmt þessum upplýsingum,
sem hér liggja fyrir, 2.6 kýr, 3.Q hestar og 41 kind eða
als metið 4.2 kýr, til þess að framleiða 100 hesta töðu.
Einna minst telst áburðarþörfin í Skagafjarðarsýslu 2.1
kýr, 3.8 hestar og 20 kindur, eða als metið 3.5 kýr til