Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 56
62
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
rjúka út í veður og vind í stað þess að rigna niður og
verða jurtunum að notum. Af sömu ástæðum eru tún-
brunar algengari hér austur frá en í Vestursýslunum. Úr
þessu hvorutveggju er þó á ýmsum bæjum reynt að bæta
nokkuð með áveitu á túnin. Pær eru aftur mjög óvíða
notaðar í Vestursýslunum, enda þarf þeirra þar síður
með. Nátíúruskilyrðin virðast þvi vera hagstæðari góðri
áburðarnotkun i Vestursýslunum og geta þær sýslur þvi
framleitt meira hey en austursýslurnar með jöfnum áburði.
Af yfirliti hreppanna í hverri sýslu sézt, að milli þeirra
er talsverður munur á áburðarþörfinni. Einna jöfnust
virðist hún vera í þeim hreppum, sem skýrslan nær yf-
ir, í Skagafirði. í Húnavatnssýslu er munurinn ekki held-
ur sérlega mikill, eru hrepparnir vestantil í sýslunni yfir-
leitt hærri. í Eyjafirði eru hrepparnir í framfirðinum mjög
jafnir, einna hæstur er þar Saurbæjarhreppur með 4.9
kýr til framleiðslu 100 hesta. Meiri mismunur á hrepp-
unum utan Akureyrar, hæstur er þar Skriðuhreppur er
þarf 5.4 kýr til framleiðslu 100 hesta. Mestur munur er
í þessu efni á hreppunum í Þingeyjarsýslu, enda munu
grasræktarskilyrði þar einna misjöfnust. Lægstur er þar
Grýtubakkahreppur með 3.8 kýr fyrir 100 hesta, stendur
hann því jafnfætis hreppum Vestursýslnanna, en hæstur
er Skútustaðahreppur, er þarf 7 kýr til framleiðslu 100
hesta, er það helmingi meira en í mörgum hreppum
annarstaðar, enda eru flest tún þar harðlend mjög, rækt-
uð upp á sendnum jarðvegi og á hrauni. Sauðataði er
þar mestu brent, aðeins á einstöku bæjum notað til á-
burðar, enda er þar lítið um svarðarland og ókleifur
flutningur á kolum úr kaupstað. En vel mætti trúa Mý-
vetningum til þess að leiða Laxá með Ijós og hita heim
á hvern bæ í sveitinni, eins og þeir hafa leitt hana eða
vatnið upp á flest engi sveitarinnar. í Norður-þingeyjar-
sýslu þarf yfirleitt mikið af gripum til töðuframleiðsl-
unnar. Lægst koma þar 5 kýr á 100 hesta og hæst 6.3.
Par mun og einna kaldast á þessu svæði, er skýrslurnar