Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 61
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
67
Ætti þá að vœnta að meðaltali á Norðurlandi fulla
2/5 hluti til þess, að gripirnir ræktuðu það fóður, sem
þeir þurfa, eins og rœktun og meðferð túnanna nú
er háttaö.
Þannig virðist þá reynslan svara um þetta efni. En í
hve góðri rækt eru svo túnin okkar? Væri fróðlegt að
fá ábyggilega vitneskju um ræktunarstig þeirra yfirleitt.
Um þetta er ekki öðru til að dreifa en tölum Landhags-
skýrslanna, er bæði telja túnstærð hreppanna og töðufall.
F*ótt þær ekki geti talizt sem ábyggilegastar, fara þær þó
eitthvað nálægt hinu rétta. Má frekar búast við, að tún-
stærðin sé þar talin heldur lítil. Eg hefi reiknað út með-
altal fyrir 4 síðustu ár 1910—15, og hefir þá niður-
staðan orðið sú, að af dagsláttu hverri hefir fengist að
meðaltali:
í Þingeyjarsýslu............................ 9.0 hestar
- Eyjafjarðarsýslu............................ 10.2 —
- Skagafjarðarsýslu......................... 10.8 —
- Húnavatnssýslu.............................. 11.2 —
Meðaltal ... 10.3 hestar.
Hæztu hrepparnir sumir í Vestur-sýslunum fara upp í
13—14 hesta, en svo eru líka í öllum sýslum til hrepp-
ar með 7—9 hesta af dagsláttu, og þeir allmargir eink-
um í Þingeyjarsýslu.
Sem stendur virðist því niðurstaðan um túnrækt vora
vera sú, að vér þurfum rúma 2/s hluta aðfengins fóðurs
til þess að halda túnunum í 10 hesta rækt á dagsláttu.
Get eg búizt við að sumum muni þykja þetta miður
glæsilegar tölur. En það verður að segja hverja sögu
eins og hún gengur. Vér erum engu hólpnari með að
ímynda oss annað en það, sem hefir við veruleika að
styðjast. Munu þessar tölur ekki standa langt að baki
meðaltali úr Landhagsskýrslum Norðmanna, eftir því sem
5’