Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 68
74
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
inn á Höfðahólum á að hafa brunnið út frá kolagröf,
en munnmæli eru það sem svo segja, en sönn geta þau
vel verið.
í Deildardalnum var mikill skógur, og héldust leifar
hans við í Brúarlandshlíð fram á 19. öld.
Hofsskógur var á móunum milli Ennis og Hofs, að
sunnanverðu við Hofsá, og Grafarskógur var á Grafar-
móum, sunnan við Grafará.
Inn Oslandshlíðina var lítið kjarr inn undir Sleitustaði.
Tungan milli Kolku og Hjaltadalsár var öll skógi vax-
in norðan úr sporði og fram að Fjalli að austanverðu,
en fram í Hjaltadalsbotn að vestanverðu. Hólabirða hét
þá Raftahlíð, og var í henni raftaskógur.
í Viðvíkursveit var skógur í Brimnes-, Langhúsa-, Við-
víkur-, Miklhóls- og Litlhólslandi og var það einn sam-
feldur skógur; náði hann' neðan frá sjó, upp á Viðvík-
urmela, upp á Hrísháls og að Miklhólsgili að vestan.
Á Öxnadalsheiði var skógur og áttu hann stærstu jarð-
irnar í Blönduhlíð, eins og Akrar, Mikiibær, Víðivellir
og Silfrastaðir.
í Austur- og Vesturdalnum voru skógar. Stærstur var
skógurinn í Ábæjar- og Nýjabæjarlandi, enda þar not-
hæfur til rafta.
I Svartárdalnum var skógur og í Mælifellsdal, en lík-
lega smávaxinn á báðum stöðum. í Vatnsskarði var
skógur í Valadalslandi og út Langholtið var skógur nokk-
ur á nokkrum stöðum.
í Sjávarborgarlandi var mikill skógur, og nokkur á
móunum ofan við Sauðárkrók. í Gönguskörðum var al-
staðar skógur og mestur í Skarðslandi, þar sem Skógar-
hlið var kölluð.
Skagaheiði var öll skógi vaxin, og í Laxárdalnum var
víða smáskógur.
Víðar geta hafa verið skógar, þó sagnir um þá séu
hvergi skráðar, og það er ólíklegt að það hafi t. d. ekki
verið skógur í Blönduhlíðinni.