Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Síða 73
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 79
Kartöflurœktin i Húnavatnssýslu hefir aukist en rófna-
ræktin hefir minkað. 1909 voru 4 hreppar í sýslunni,
sem ekki var ræktuð í ein einasta kartafla, en 1913 er
það aðeins einn — Fremri Torfustaðahreppur. í öllum
hreppum sýslunnar eru ræktaðar rófur og í heild sinni
hefir garðrœktinni farið fram.
Helmingur hreppanna í Skagafjarðarsýslu ræktar minna
1913 en 1909. I allri sýslunni er ræktað minna af kar-
töflum en meira af rófum 1913 en 1909. Mest stafar
þetta af Seiluhrepp og þar mest af Garðræktarfélaginu
við Reykjarhól.
1909 eru þrír hreppar í sýslunni, sem engar rófur
rækta, en 1913 er það einungis Fellshreppur. Þar eru
engir garðar 1913. í Skefilstaðáhreppi eru ekki ræktaðar
neinar kartöflur, enda eru staðhættir þar slæmir til þess,
en þó ekki mikið verri en í Skarðshrepp, og í Fells-
hrepp eru þeir betri. Af hverju garðleysið í Fellshrepp
stafar er ekki gott að segja, en Fellshreppingar ættu að
hugsa um það. Eg hugsa þeir findi þá ástæðu, sem
hægt væri að uppræta.
í Eyjafjarðarsýslu allri utan Akureyrar er meira ræktað
af kartöflum en minna af rófum 1913 en 1909. En í
einstaka hreppum er fram- og afturförin mjög misjöfn.
í öllum framfirðinum er afturför og hún mikil, sérstak-
lega í Hrafnagilshrepp, en í útfirðinum er framför, og
hún einstaklega mikil i Svarfaðardal.
Engir garðar eru enn í Öxnadal og ættu þeir þó vel
að geta verið þar. í Grímsey og Siglufirði eru þeir ekki
heldur, en þar er líka verra við þá að fást, þó ætti mun-
urinn á Siglufirði og Ólafsfirði ekki að vera mjög mikill.
Að Svalbarðsstrandarhrepp undanskyldum, má heita
að alstaðar sé framför í Suður-Ringeyjarsýslu hvað garð-
ræktina snertir. Pó er hún hvergi mjög mikil, en nokk-
uð jöfn. Einkennilega lítið er ræktað í Ljósavatnshrepp
af jarðarávðxtum, og veit eg ei hvað getur valdið. Rar