Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Qupperneq 74
80 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
ætti þó ekki að vera verra að rækta jarðarávexti en í
Mývatnssveit.
í Norður-F’ingeyjarsýsiu er heldur framför, en mikil er
hún ekki. Annars er iítið um garðrækt í þeirri sýslu.
Ef við nú lítum á alt félagssvæði Ræktunarfélags Norð-
urlands, sjáum við að garðræktin hefir aukizt.
1913 er ræktað 137 tunnur meira af kartöflum á öllu
svæðinu en 1909, og má það heita mikil framför, þegar
þéss er gætt, að sumstaðar er aíturför.
Og 1913 er ræktað 78 tunnum meira af rófum en
1909. Retta er gleðileg framför, en 1918, þegar eg ætla
að athuga þetta næst, vona eg að hún verði enn meiri,
og þó sérstaklega jafnarí. Pá vona eg að engir hreppar
verði með afturför, þvi það er bdgt að miða aftur d bak.
5/12 1915.
Páll Zóphóniasson.
* *
*
Athugasemd.
Yfirlit það, er hér birtist eftir Pál Zóphóníasson er
fróðlegt að því leyti, sem það sýnir þátttöku hreppanna
í ræktun rótarávaxta, og hversu mjög hún er mismun-
andi á Norðurlandi, en að því leyti, sem því er ætlað að
sýna framför eða afturför ræktarinnar yfirleitt, vil eg leyfa
mér að skýra það nokkru nánar.
Uppskera rótarávaxta hefir jafnan reynst mjög miklum
breytingum háð eftir árferði, einstök ár skara fram úr,
en önnur eru aftur afarlág. Pessvegna getur samanburð-
ur einstakra ára orðið mjög villandi, ef um framför eða
afturför á að dæma. P. Z. ber saman árin 1909 og 1913;
virðist honum, mót von sinni, framför lítil og víða aft-
urför. Átti hann von meiri árangurs af starfsemi Rækt-
unarfélags Norðurlands og sýslubúfræðinganna. En hér