Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 75
Ársrit Ræktunarfélags Norðuriands.
81
er tverit að athuga: Pótt Ræktunarfélagið byrjaði starf
sitt til eflingar garðræktinni 1903 — 04, tóku ekki sýslu-
búfræðingarnir til starfa fyr en 1910 og 11; áhrifa þeirraá
garðræktina getur því ekki gætt fyr en 1912. Ennfremur:
Sumarið 1909 er annað langbezta uppskeruárið, er kom-
ið hefir síðan um aldamót, en 1913 aðeins rúmlega með-
alár. Uppskerutölur þessara ára því ekki sambærilegar.
Til þess að komast sem næst hinu sanna í þessu máli,
hefi eg dregið hér saman nokkrar tölur úr Landshags-
skýrslunum. Komast þær að nokkuð annari niðurstöðu,
er eg vona að gleðji bæði P. Z. og aðra ræktunarvini.
Tölur þessar sýna 5 ára meðaltöl frá því um alda-
mót. Við það dregur mjög úr áhrifum árferða og hin
virkilega framför eða afturför kemur betur í Ijós. Akur-
eyri er slept á yfirliti P. Z. Pað geri eg einnig, enda var
kartöflurækt komin þar á svo fastan fót, áður en Rækt-
unarfélagið tók til starfa, að eg álít það hafi þar lítil á-
hrif haft í því efni.
Yfirlit þetta (sjá bls. 82) telur rótarávexti í tunnum.
Kemur þar í Ijós, að meðaluppskera af kartöflum er
lítið eitt lægri frá 190ó —10 en frá 1901—05. Rófna-
uppskera er aftur á móti nokkru hærri. Hér virðist því
kyrstaða en ekki framför. En þess má gæta, að á fyrra
tímabilinu eru 2 ágætis uppskeruár, 1904 og 05, og
aldrei óáran, en á síðara tímabilinu aðeins eitt ágætisár
1909 og mjög rýrt ár 1907. Ef þessa er gætt, er frekar
um framför að ræða á síðara tímabilinu. En svo er síð-
asta þriggja ára tímabilið, þau árin, sem aðallega koma
til greina í samanburði P. Z. Meðaltal þeirra er 762 kar-
töflutunnum og 308 rófnatunnum ofan við meðaltal
næsta tímabils á undan, eða uppskeran hefir aukist rúm-
lega um lh. Hún vex stöðugt á þessum árum, og er
síðasta árið ca. helmingi hærri en meðaltal næsta tíma-
bils á undan. Sumarið 1911 var þó tæplega meðalár að
uppskeru, 1912 um meðalár og 1913 líklega nokkru
6