Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Qupperneq 86
92
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
nær því fullgjörðar 10 árstíflur og áveituskurðir, er veita
vatni á engi samtals 40 bæja. Kostnaður um 10,000 kr.,
er þó aðstaðan víða erfið, orðið að sprengja skurðinn
gegnum hraun og í hliðarhalla. — Enginn útlendur verk-
fræðingur hefir þó stigið fæti sínum þangað til undir-
búnings — með ærnum kostnaði.
5. Umferða-plægingar.
F*ær hafa haldið áfram í sumum hreppum Húnavatns-
sýslu. Voru þær með öðru sniði en næstliðið ár. Plæg-
ingamaðurinn að eins 1 með 2 hesta. Urðu bændur því
að taka þátt í störfunum með mönnum sínum og hest-
um. Ræktunarfél. studdi plægingarnar með láni á verk-
færum. Plægingin fór fram í Bólstaðahlíðar,- Svínavatns-
og Torfalækjarhreppi. Plógmaðurinn Kristján Tryggvason
frá Meyjarhóli. I skýrslu hans segir svo:
»Alls var unnið á 23 bæjum, samtals 86 daga; mest
unnið 10 dagar á bæ. Fjórir menn tóku þátt í vinnunni,
sem einfærir urðu um að plægja, tveir þeirra voru bænd-
ur og plægði annar þeirra talsvert í haust með eigin
hestum.
Á öllum heimilum voru heimahestar brúkaðir eitthvað.
Alls voru reyndir 25 hestar fyrir plóg. Af þeim varð að
hætta við 3 sökum óþektar, enda séð í tímann að reyna
nokkuð við þá til þrautar. 21 voru reyndir fyrir herfi og
gekk 1 úr leik. Samtals voru þá notaðir 42 hestar við
vinnuna auk minna hesta.
í Bólstaðarhlíðarhreppi var mest plægð óbrotin jörð,
holt, vall-lendi, tún og mýrar. Flestir vildu reyna sjálf-
græðsluna. í Svínavatnshréppi mest plægð ofanafrist jörð.
Par var tilfærsla á þökum víða viðhöfð. í Torfalækjar-
hreppi mest plægð óbrotin jörð.
Að^meðaltali plægðist 478 faðmar á dag, en var herf-
að og fært til í 370 föðmum. Tafði afstaða víða vinnuna,
svo sem bratti, stuttar spildur, skurðir og girðingar.«