Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Side 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Side 4
52 grein í ísafold, 64.—65. tölubl., sem hann nefnir »Und- irstaða búnaðarframfara«. Deilir hann þar á þakslétt- una, sem hann segir að sé engin jarðabót, alt of sein- virk og leyfi eigi nauðsynlega viðrun og efnabreyting- ar í jarðveginum. Leggur hann til, að tekin séu upp nokkurskonar sáðskifti við túnræktina, túnin plægð upp með grasrót á nokkurra ára fresti, hafrar og róf- ur ræktaðar í flögunum í 2 eða fleiri ár og þeim síðan breytt aftur í graslendi með grasfræsáningu. Ennfrem- ur leggur hann mikla áherslu á framræslu túnanna, sem hann telur víða mjög ábótavant. Grein þessi vakti meiri athygli og umræður en títt er um greinar, sem ritaðar eru um landbúnaðarmál- efni. Ýmsir þjóðkunnir menn urðu til að andmæla greinarhöfundinum, svo sem: Torfi Bjarnason, skóla- stjóri í ólafsdal, Stefán Stefánsson, kennari á Möðru- völlum o. fl. Aðrir voru aftui- á móti stefnu hans fylgj- andi í meginatriðunum og má þar nefna: Jón búfr. Jónatansson í Brautarholti og ritstjóra »Plógs« Sig- urð Þórólfsson. Stjórn Búnaðarfélags fslands boðaði til umræðufundar í sambandi við tillögu Björns Jens- sonar og var fundurinn haldinn í Reykjavík 8. nóv. 1902. Á fundi þessum voru mættir um 60 manns og þar á meðal allir ráðunautar Búnaðarfélagsins. Um- ræður urðu miklar á fundinum og lýsa þær mjög vel skoðunum manna á nýyrkju og sáðrækt á þeim tíma. Andmælin gegn Birni Jenssyni voru aðallega þessi: 1) Að þakslétturnar reyndust vel og væru arðvænleg- ar. 2) Að reynslan hefði sýnt, að vel ræktuð tún gætu gefið góða uppskeru áratugum saman, án þess að við þeim væri rótað. 3) Að eins og ástatt sé með verk- færaeign og plægingarkunnáttu í landinu, sé bændum yfirleitt ókleyft að hafa fleiri dagsláttur undir plóg árlega. 4) Að sáning grasfræs sé svo að segja óreynd

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.