Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Qupperneq 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Qupperneq 18
t 67 Skal hér aðeins vikið að þeim markverðustu. 1. Sáðsléttuaðferðin gerir grasafræðilegan samsetn- ing uppskerunnar tiltölulega óháðan tilviljun. Að vísu höfum vér aðeins um fáar tegundir frægresis að velja, en getum aftur á móti útilokað ýmiskonar óvelkominn jurtagróður úr nýyrkjunni með grasfræsáningu. Við græði- og þaksléttuaðferðirnar höfum vér mjög tak- markað vald á því, hvaða jurtir mynda hið nýja gróð- urteppi, getum í hæsta lagi, með hagkvæmum undii-- búningi og áburði, stuðlað að því, að hinar verðmætari jurtir verði þar í meirihluta. 2. Sáðræktin gerir engar ákveðnar kröfur til rækt- unarlands. Vér getum notað hana nokkurnveginn jöfn- um höndum í holta- og mýrajarðvegi, gróðurríku og gróðursnauðu landi, smáþýfi og stórþýfi. Sjálfgræðsl- an gerir aftur á móti þær kröfur til landsins, að gróð- ur þess sé sem mestur og að meiri hluta myndaður af ákveðnum jurtategundum og það sé hvorki svo stór- þýft eða rætið, að fleiri plægingar, eða langur tími, gangi til að fullvinna það. Sáðræktin gefur oss því frjálsari hendur um tilhögun ræktunarinnar heldur en sjálfgræðslan, sem gerir kröfu til fljótrar vinslu og Iítils tilflutnings i flögunum, svo upprunalegi gróður- inn skemmist sem minst og þeki flagið sem jafnast að vinslunni lokinni. Þeir yfirburðir sáðsléttunnar, sem hér hafa verið nefndir, eru þó ófullnægjandi til að dæma milli rækt- unaraðferðanna, því þeir segja ekkert um eftirtekjuna. Til þess að skera úr því atriði, vantar samanburðartil- raunir og meðan þær voru eigi gerðar, hlaut alt með- hald eða móthald, gegn einni eða annari ræktunarað- ferð, að byggjast á órökstuddum ágiskunum. Vorið 1927, var byrjað að gera samanburð á þak- sléttu, sjálfgræðslu og sáðsléttu í gróðrarstöð Ræktun- 5*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.