Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Page 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Page 23
73 Þó yfirburðir sáðsléttunnar, í þessari tilraun, virð- ist mjög ótvíræðir, er eg við því búinn, að þessar nið- urstöður verði á ýmsan hátt véfengdar, því trúin á gildi tilraunastarfseminnar á jarðræktarsviðinu er yf- irleitt veik. Því er t. d. oft haldið fram, að uppskera af tiltölulega smáum tilraunareitum hafi lítið gildi fyrir ræktun í stórum stíl — þó góð uppskera fáist af smá- reit, gildi eigi hið sama, þegar um heilan hektara eða ennþá stærra land sé að ræða. Eg vil þá fyrst benda á það, að í tilraun þessari er i raun og veru um 4 hliðstæðar tilraunir að læða, sem öllum ber saman í meginatriðunum. Auk þessa er hver liður endurtekinn á 3 reitum. í raun og veru er því hver ræktunaraðferð reynd í 12 tilraunum eða til- raunareitum, hver reitur er, með varðbelti, 67.5 m2 og er þá stærð þess lands, sem hver aðferð er reynd á, 810 m2. Þegar svo þessum reitum er dreift um land, sem er full vallardagslátta að stærð, þá verður niðurstaðan sú sama, sem hver ræktunaraðferð hefði verið reynd á 1 vallardagsláttu eða 3200 m2. Það er ekki hægt að færa nein skynsamleg rök fyrir því, að niðurstöður vel gerðra tilrauna geti eigi fyllilega fallist í faðma við hina praktisku reynslu, ef hin ytri skilyrði, jarðvegur, veðrátta, aðbúð og aðferðir eru hin sömu. Til þess þó að fá öruggari staðfestingu á uppskerumöguleikum sáðsléttanna, var sáð vorið 1929 grasfræi í 1 % ha. Jarðvegurinn var ófrjór flagmór, sem var brotinn haustið 1927; höfrum var sáð í flagið 1928 og þá bor- ið í það talsvert af búfjáráburði, síld og safnhauga- mold. Landið var plægt aftur haustið 1928 og svo sáð í það grasfræi næsta vor, var þá borinn á tilbúinn á- burður, álíka áburðarmagn og notað hefur verið við tilraunina. Það sumar fengust ca. 35 hestar af heyi pr. ha. Síðastliðið vor fékk þetta land 300 kg. nitrophoska

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.